96 Draugar en sagðist vilja halda áfram og beiddi hann enn á ný að leggja sér ráð Prófasturinn sagðist engin ráð kunna en gjörði honum aftur sama boð og áður Jón vildi með engu móti þiggja það Hann beiddi þó prófastinn að geyma fjármuni sína þangað til hann vitjaði þeirra en eiga þá að öðrum kosti Kvaddi hann síðan og hélt af stað Prófastsdóttur hafði litist vel á manninn og horfði á eftir honum En þegar Jón var kominn út fyrir túnið sá hún að hann fleygði sér niður og sofnaði því að hann var bæði þreyttur og syfjaður En þegar hún sá að hann mundi vera sofnaður hljóp hún til hans og gól í eyra honum Honum varð bilt við, hrökk upp og sagði: – Æ, hvað er þetta? Hún svaraði: – Þetta er að verða hræddur Kom nú heim með mér og þigg boð föður míns Hann trúði þessu, fór með henni heim og ílengdist þar Nokkru síðar átti hann prófastsdóttur og reisti bú þar í grennd við tengdaföður sinn Seinna sótti hann peninga sína til prestsins í Árnesi og varð auðmaður mikill Mælt er að hann hafi aldrei orðið eins óhræddur eftir og áður Lýkur hér sögunni af Jóni hinum óhrædda Þjóðsögur Jóns Árnasonar Að lestri loknum 1 Af hverju ákvað Jón að komast að því hvað hræðsla væri? 2 Hvers vegna fór hann að Árnesi á Ströndum? Finndu það á landakortinu 3 Hvers vegna höfðu menn orðið vitstola sem fundust við bæinn? 4 Hvað vildi Jón fá fyrir að hleypa hinum dauða aftur í gröf sína? 5 Hvað var í skápnum sem dauði maðurinn í Vatnsfirði sýndi Jóni? Finndu Vatnsfjörð á landakortinu 6 Hvernig kynntist Jón loks hræðslunni? 7 Hvaða afleiðingar getur það haft að þekkja ekki hræðslu? 8 Hvað gerist þessi saga á löngum tíma? 9 Finndu að minnsta kosti þrjú einkenni þjóðsagnastíls í þessari sögu
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=