Gegnum holt og hæðir - rafbók

95 Stóðu þeir þannig lengi og gjörðu ekki að Loksins sá Jón að hinn dauði ætlaði að fara í kistuna Reis Jón þá upp og lagðist ofan á kistuna svo að hann komst ekki ofan í hana Hinn dauði spurði hann hví hann bannaði sér kistuna en Jón sagðist ekki sleppa honum ofan í hana nema hann sýndi sér í skattholið Hinn var tregur til þess en þó kom svo að hann sneri lyklinum og lauk upp Sá Jón þar í alls konar silfur, borðbúnað og fleira Skellti hinn dauði síðan aftur Vildi hann þá komast í kistuna en Jón sagði að hann fengi það ekki fyrri en hann sýndi sér í annan skápinn Hann var tregur til þess en gjörði það þó á endanum Þar voru í peningapokar og sumum peningunum var lauslega hlaðið upp Lét hinn dauði því næst aftur skápinn og sagðist nú vilja komast ofan í kistuna því að hann sýndi honum ekki meira og lægi þar við líf Jóns ef hann neyddi sig til þess En Jón sagði að hann fengi ekki að fara ofan í kistuna nema hann sýndi sér í hinn skápinn Hinn dauði tók því mjög fjarri og sagði að þeir yrðu að glíma um það Jón var tilleiðanlegur til þess Hinn dauði sagði að þeir skyldu fara fram í bæjardyr, en þeim kom ekki saman því að hinn dauði vildi að Jón færi á undan en Jón vildi ekki fara á undan því að hann sá glögglega að hinn mundi ætla að drepa sig með því að hlaupa á herðar sér Um þetta þráttuðu þeir lengi þangað til draugnum fór að leiðast Lauk hann þá upp skápnum í reiði sinni og sýndi Jóni í hann Þar sá Jón ellefu mannshöfuð Draugurinn sagði að hann skyldi verða sá tólfti og bauð honum til glímu út í bæjardyr en að hinu sama rak og fyrri að Jón vildi ekki fara á undan Þegar draugurinn sá að þetta dugði ekki varð hann reiður og bauð Jóni með harðri hendi að hleypa sér ofan í kistuna en hann sagðist ekki gjöra það nema með því móti að hann gæfi sér það sem þar væri inni Draugurinn var mjög tregur til þess en þá sá hann að dagur var runninn Lofaði hann honum því þá öllu ef hann vildi lofa sér niður í kistuna Jón sleppti honum þá ofan í og negldi aftur kistuna Þegar lítil stund var liðin komu hinir sex er höfðu borið kistuna inn og báru hana út aftur Jón veitti þeim eftirför, mokaði mold í grafir þeirra og bjó um sem best hann kunni Þegar hann hafði lokið þessu starfi fór hann inn aftur og settist í sæti sitt Var þá ljósið því nær útbrunnið Þar beið hann þangað til prófastur kom ofan Jón verður hræddur Prófasturinn varð mjög glaður er hann sá Jón heilan Spurði hann þá hvort hann hefði ekki orðið var við neitt eða orðið hræddur Jón kvað nei við og sagði honum hvað fyrir sig hefði borið og að sér hefði verið gefið það sem hér væri inni Bauð Jón þá að gefa prófastinum það allt ef hann legði sér ráð svo hann gæti orðið hræddur Prófastur sagðist engin ráð kunna en bauð honum dóttur sína og mikinn mund með henni ef hann vildi hætta við áform sitt og ílengjast þar Jón þakkaði honum fyrir gott boð gjörðu ekki að: aðhöfðust ekkert mundur: heimanfylgja, fé með dóttur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=