Gegnum holt og hæðir - rafbók

91 26. Sagan af Jóni óhrædda Sögugluggi Maður er nefndur Þórólfur Hann bjó á bæ þeim í Hrútafirði er heitir að Borðeyri Hann átti son einn barna, sá hét Jón Ólst hann upp með föður sínum Þegar í æsku sinni var hann fremur undarlegur og ekki við alþýðuskap Hann hafði þann eiginleika að hann hræddist aldrei svo að menn yrðu varir við og þegar heimilisfólkið sagðist hafa orðið hrætt við eitthvað hló hann að því og sagðist ekki vita hvað það væri að verða hræddur Sagðist hann aldrei verða hræddur Mjög var hlegið að honum fyrir þetta og sárnaði honum það fremur svo að hann á endanum sté á stokk og strengdi þess heit að hætta ekki fyrri en hann vissi hvað hræðsla væri Þegar faðir hans varð var við þessa fyrirætlun hans ávítaði hann hann harðlega fyrir heimsku þessa Jón mælti: – Nær væri þér að leggja mér einhver góð ráð en atyrða mig fyrir orðinn hlut Þórólfur mælti: – Prestur einn býr í Árnesi á Ströndum norður Vil ég ráða þér að fara til hans og biðja hann að leggja þér ráð en geti hann það ekki þá eru mín ráð þrotin Jón fer að Árnesi Jón þakkaði honum þessi ráð Bjó hann sig síðan á stað Segir ekki frá ferð hans fyrri en hann kom að Árnesi, var það síðla dags Hann ber að dyrum, stúlka kom til dyra og spyr hann að nafni en hann sagði svo sem var Hann spyr hvort prestur sé heima Hún segir hann heima vera Hann gjörir boð fyrir prestinn en hún fer inn aftur og skilar því sem fyrir hana var lagt Litlu síðar kemur prestur út Jón heilsar honum Prestur tekur kveðju hans og spyr hann að erindum Jón sagði slíkt sem var og segir sér hafi verið vísað til hans og biður hann leggja sér ráð Prestur býður honum gistingu og það þekktist Jón Fór hann þá með presti inn í bæinn Þegar hann var búinn að snæða og var kominn úr vosklæðum vekur hann ekki við alþýðuskap: ólíkur almenningi, sérlundaður atyrða: ávíta, skamma þekktist: þáði vosklæði: blaut föt

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=