88 Draugar Hvarf síra Odds frá Miklabæ (brot) Hleypir skeiði hörðu halur yfir ísa, glymja járn við jörðu, jakar í spori rísa. Hátt slær nösum hvæstum hestur í veðri geystu. Gjósta af hjalla hæstum hvín í faxi reistu. Hart er í hófi frostið, hélar andi á vör. Eins og auga brostið yfir mannsins för stjarna, stök í skýi, starir fram úr rofi. vakir vök á dýi vel, þótt aðrir sofi. „Vötn“ í klaka kropin kveða á aðra hlið, gil og gljúfur opin gapa himni við. Bergmál brýzt og líður bröttum eftir fellum. Dunar dátt í svellum: Dæmdur maður ríður! Einar Benediktsson Að lestri loknum 1 Lestu þessar vísur vel, merkingu þeirra, hrynjandi, ljóðstafi, rím, innrím Af hverju er séra Oddur dæmdur maður? Skoðaðu nýja bragfræði Ragnars Inga Aðalsteinssonar til að rifja upp reglur og annað slíkt halur: maður geystur: ofsafenginn að gjósta: að næða rof: rauf, op í ský
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=