7 Galdrar Galdrar eru ekki ofarlega í huga nútímafólks Enda gerum við okkur flest grein fyrir því að við höfum litla hæfileika til að galdra eitt eða neitt Einu galdramennirnir sem við hittum eru í skikkju með pípuhatt og skemmta í veislum Galdratrú er reyndar víða útbreidd enn þá, t d í Afríku Og hér var hún algeng fyrr á öldum Sérstaklega er 17 öldin þekkt fyrir galdramál Þá var fólk brennt á báli á Íslandi fyrir að stunda galdur Sögurnar hér á eftir segja ekki frá galdrabrennum eða réttarhöldum yfir galdramönnum Fyrsta sagan fjallar um það hverju trúin fær áorkað, hvernig trúin flytur fjöll Hún er um bræður sem eiga eldgamalt blað Þeir trúa að blaðið búi yfir krafti og hjálpi þeim við fiskveiðar Næsta saga er af Kálfi presti Árnasyni og Sæmundi fróða Þeir voru báðir sagðir rammgöldróttir og lýsir sagan ýmsum glettum sem fóru milli þeirra Einnig er lýst samskiptum Kálfs við kölska sem taldi sig eiga rétt á sálu hans eftir dauðann Þá kemur sagan af Galdra-Lofti, skólapiltinum sem reyndi að ná valdi yfir sjálfum kölska Sagan um svarta pilsið segir frá undarlegu pilsi sem kemur í veg fyrir barneignir og loks er saga af gandreið kerlingar einnar á nýársnótt Kerling fær reyndar að gjalda fyrir kuklið en þannig er oft endir galdrasagna Það fer heldur illa fyrir þeim sem galdurinn stunda
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=