Gegnum holt og hæðir - rafbók

87 hann láti illa í svefni en taka eftir því sem fyrir hana beri Þar með lét hann loga ljós hjá sér Leggjast þau svo bæði fyrir Reimleikar Guðlaug verður þess vör að Þorsteinn getur með engu móti sofnað framan af nóttinni en þó fer svo um síðir að svefninn sigrar hann Hún sér þá að litlu seinna kemur Solveig og heldur á einhverju í hendinni sem hún sá ekki glöggt hvað var Gengur hún inn á gólfið og að skör fyrir framan rúm Þorsteins, því götupallur var í baðstofunni, og grúfir yfir hann og sér að hún myndar til á hálsinum á Þorsteini eins og hún vildi bregða á barkann á honum Í því fer Þorsteinn að láta illa í svefninum og brýst um á hæl og hnakka í rúminu Þykir henni þá að svo búið megi ekki lengur standa, fer því ofan og vekur Þorstein en vofa Solveigar hopar fyrir henni og fékk ekki staðist augnaráð hennar En það sér Guðlaug að rauð rák var á hálsinum á Þorsteini þar sem Solveig hafði myndað til skurðarins Síðan spyr hún Þorstein hvað hann hafi dreymt Hann sagði að sér hefði þótt Solveig koma til sín og segja að ekki skyldi sér þetta duga og aldrei skyldi hann vísari verða hvað orðið hefði um síra Odd Þar með hefði hún lagt á sig hendur og ætlað að skera sig á háls með stórri sveðju og kenndi hann enn sársaukans er hann vaknaði Eftir það hætti Þorsteinn þeim ásetningi sínum að grafast eftir hvar prestur væri niður kominn Lítið hefur borið á Solveigu síðan Þó hafði síra Gísli sem síðast var prestur að Reynistaðarklaustri (1829–1851), sonur síra Odds, sagt frá því að fyrstu nóttina sem hann svaf hjá konu sinni hefði Solveig ásótt sig ákaflega svo hann hefði þurft að hafa sig allan við að verjast henni en hann var heljarmenni til burða sem faðir hans Aðrar sögur hafa ekki farið af Solveigu Þjóðsögur Jóns Árnasonar götupallur: baðstofugólf með mold í miðju en þiljuðum skákum með fram rúmunum beggja vegna grúfir yfir: beygir sig yfir Að lestri loknum 1 Miklibær er í Skagafirði Finndu Skagafjörð á landakortinu Finndu svo Miklabæ í Skagafirði Einnig Reynistað 2 Hvers vegna vildi Solveig taka líf sitt? 3 Hvers vegna fékk Solveig ekki þá hinstu bón sína uppfyllta að fá að hvíla í vígðri mold? 4 Hvað var það sem Solveig lagði á Odd prest í draumnum? 5 Á hvern hátt kemur umhyggja fólks til samferðamanna sinna fram í þessari sögu? 6 Hvað heldur þú að hafi orðið um séra Odd miðað við þær upplýsingar sem gefnar eru í sögunni?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=