Gegnum holt og hæðir - rafbók

86 Draugar Síðast er komið var út um kvöldið sáu menn að hestur prestsins stóð á hlaðinu og var keyrið hans og vettlingarnir undir sessunni í hnakknum Varð mönnum nú mjög órótt af þessu öllu því menn sáu að prestur hafði komið heim en var nú allur horfinn Var þá farið að leita að honum og spurt eftir honum á öllum bæjum sem líkindi þóttu að hann hefði að komið og fékkst þá sú fregn að honum hefði verið fylgt heim að túngarðinum um kvöldið en hann ekki viljað fylgdina lengur Eftir það var gjörður mannsöfnuður og hans leitað í marga daga samfleytt En allt kom það fyrir ekki Síðan var leitinni hætt og töldu flestir það víst að Solveig mundi hafa efnt orð sín og séð svo fyrir að hann fengi ekki leg í kirkjugarði og að hún mundi hafa haft hann með sér í dys sína en þó var þar aldrei leitað Þegar allri leit var hætt ásetti Þorsteinn, vinnumaður prests, sér að hætta ekki fyrr en hann yrði þess vísari hvað orðið hefði um húsbónda sinn Þorsteinn þessi svaf í rúmi rétt á móti konu þeirri er sofið hafði hjá Solveigu og var hún bæði skýr og skyggn Þorsteinn tekur sig til eitt kvöld, safnar saman fötum og ýmsu sem var af prestinum, leggur það undir höfuðið á sér og ætlar að vita hvort sig dreymi hann ekki en biður Guðlaugu að liggja vakandi í rúmi sínu um nóttina og vekja sig ekki þó Sér hún Solveigu ganga að rúmi Þorsteins.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=