Gegnum holt og hæðir - rafbók

81 göturnar og þóttist maðurinn skynja að þau færu langa hríð eftir breiðu stræti uns þau væru komin utarlega í bæinn Allt í einu víkur stúlkan til vinstri handar og snýr inn á hliðargötu er lá ofan í móti og þóttist maðurinn finna þar fjöruþef nokkurn Eigi hafa þau lengi farið götu þessa áður en stúlkan nemur staðar við hús eitt lítið og hverfur þar inn Hvergi var ljós í glugga og dimmt allt umhverfis Hurð féll ekki fast að stöfum á eftir stúlkunni og fer maðurinn inn í húsið Niðamyrkur var þar inni og þóttist maðurinn skynja að hann væri staddur í allstóru herbergi Eldfæri hafði hann engin og þreifar nú fyrir sér uns hann finnur bekk einn allháan En með því að maðurinn var bæði þreyttur og móður af göngunni sest hann á bekkinn og bíður átekta Steinhljóð var í húsinu Ræður maðurinn því af að láta fyrir berast þar sem komið var, leggst fyrir á bekknum og sofnar skjótt Draumurinn Dreymir hann þá að stúlkan, förunautur hans, kemur þar til hans og er Hann sá dökkklædda stúlku við næsta búðarglugga.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=