6 1 Lestu vel yfir alla söguna 2 Skoðaðu vel útskýringar á feitletruðum orðum 3 Ef þú skilur ekki öll orðin skaltu leita skýringa, t d í orðabókum eða á Netinu 4 Reyndu að draga saman aðalatriði sögunnar Um hvað fjallar hún, hvert er aðalefni hennar? Þetta getur þú gert í huganum 5 Prófaðu að segja einhverjum frá sögunni Endursegðu hana með þínum orðum Notaðu Sögugluggann, sem fylgir hverri sögu, til að hjálpa þér að muna efni sögunnar 6 Skoðaðu spurningarnar í lok hverrar sögu Skráðu svörin í stílabók og ræddu þau við félaga þína 7 Reyndu að búa til fleiri spurningar úr efni sögunnar 8 Kynntu þér fleiri þjóðsögur, t d í þjóðsagnasöfnum eða á Netinu Ævintýri eru frásagnir sem sagðar eru fólki til skemmtunar Þau flakka milli landa, taka á sig ýmsar myndir og búninga eftir heimkynnum Í ævintýrum koma gjarnan fyrir kóngur, drottning, prins, prinsessa, bóndi, bóndakona, bóndasonur og bóndadóttir Í þeim er oft norn eða galdrakarl og einnig eru risar algengir Þau gerast oft í höll eða kastala, stundum líka á bóndabæ Ævintýri eru oftast full af furðum, kynjaverum, álögum og töfragripum Þau fjalla yfirleitt um baráttu góðs og ills og eru full af andstæðum: góður – illur, ríkur – fátækur Sögurnar enda oftast vel, amk fyrir aðalpersónurnar sem eru alltaf góðar Í ævintýrum er gjarnan mikið um endurtekningar og þau hefjast oft á orðunum: Einu sinni var og enda á orðunum: Köttur úti í mýri Ævintýri og þjóðsögur eiga margt sameiginlegt og stundum er erfitt að greina á milli Ævintýri gerast venjulega í ímynduðum heimi, eru óbundin stað og tíma, geyma oft galdra eða töfra, langar frásagnir sem ekki er ætlast til að menn trúi Þjóðsögur á hinn bóginn lýsa oft raunverulegri atburðum á stuttan og einfaldan hátt og hafa varðveist í munnmælum Íslenskar þjóðsögur fjalla gjarnan um samskipti fólks við tröll og forynjur, útilegumenn, álfa og óblíð náttúruöflin Ingólfur Steinsson Gott að hafa í huga við lestur þjóðsagna og ævintýra Um ævintýri
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=