77 Um kvöldið fara komumenn heim til bónda og lét hann þá fara í hús nokkurt frammi í bænum og bað þá þar vera Bóndi gengur til húsfreyju og segir henni hversu nú var komið Húsfreyja snerist illa við og sagði þetta hina fyrstu bæn sína og að líkindum þá seinustu En fyrir því að hann hefði einn við mönnunum tekið þá skyldi hann og einn fyrir sjá hvað hlytist af veturvist þeirra og skildu svo talið Var nú allt kyrrt þangað til húsfreyja og húsbóndi ætluðu til altaris um haustið Það var venja þá, sem enn er sums staðar á Íslandi, að þeir sem ætla sér að vera til altaris ganga fyrir hvern mann á bænum, kyssa þá og biðja þá fyrirgefningar á því sem þeir hafi þá styggða Húsfreyja hafði allt til þessa forðast vetursetumennina og aldrei látið þá sjá sig og svo var og að þessu sinni að hún kvaddi þá ekki Svo fóru hjónin af stað En þegar þau voru komin út fyrir túngarðinn sagði bóndi við húsfreyju: – Þú hefur sjálfsagt kvatt vetursetumennina Hún kvað nei við Hann bað hana ekki gjöra þá óhæfu að fara svo hún kveddi þá ekki – Í flestu sýnir þú að þú metur mig lítils, fyrst í því að þú tókst við mönnum þessum að mér fornspurðri og nú aftur þar sem þú vilt þröngva mér til að minnast við þá En ekki fyrir það, ég skal hlýða, en þú skalt fyrir sjá því þar á ríður líf mitt og þitt með að líkindum Hún snýr nú heim og seinkar henni mjög heima Bóndi fer þá heim og kemur þangað sem hann átti von á vetursetumönnum og finnur þá í herbergi þeirra Hann sér hvar veturvistarmaður hinn meiri og húsfreyja liggja bæði dauð í faðmlögum á gólfinu og höfðu þau sprungið af harmi En hinn veturvistarmaðurinn stóð grátandi yfir þeim þegar bóndi kom inn en hvarf í burt litlu síðar svo enginn vissi hvert hann fór Þóttust nú allir vita af sögu þeirri er húsfreyja hafði sagt tengdamóður sinni að hinn meiri komumaður hefði verið huldumaður sá sem húsfreyja hafði kynnst við í selinu og hinn minni sonur þeirra sem á burt hvarf Þjóðsögur Jóns Árnasonar sem þeir hafi þá styggða: hafi gert á hlut þeirra, styggt þá að minnast við: að kyssa þar á ríður líf mitt: líf mitt er undir því komið höfðu þau sprungið af harmi: Þau dóu úr sorg
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=