76 Álfar og huldufólk – Einu sinni var stúlka á bæ Hún var selmatselja Skammt frá selinu voru hamrar stórir og gekk hún oft hjá hömrunum Huldumaður var í hömrunum, fríður og fallegur, og kynntust þau brátt og varð þeim allkært saman Hann var svo góður og eftirlátur við stúlkuna að hann synjaði henni einskis hlutar og var henni til vilja í hvívetna Fóru þá svo leikar þegar fram liðu stundir að selmatseljan var eigi einsömul og gekk húsbóndi hennar á hana með það þegar hún átti að fara í selið sumarið eftir en stúlkan neitaði áburði þessum og fór í selið sem hún var vön En húsbóndinn bað þá er í selinu voru að fara aldrei svo frá henni að hún væri ein eftir og hétu þeir honum góðu um það Eigi að síður fóru allir frá henni að leita fjárins og þá tók hún léttasóttina Kom þá maður sá til hennar er hún hafði haft samræði við og sat yfir henni og skildi á milli, laugaði barnið og reifaði En áður hann fór burtu með sveininn gaf hann henni að drekka af glasi og það var sá sætasti drykkur sem ég hef …, í því datt hnoðað úr hendinni á henni, sem hún var að prjóna af, svo hún laut eftir hnoðanu og leiðrétti, – sem hún hafði smakkað, vildi ég sagt hafa, svo hún varð á samri stundu alheil allra meina Upp frá þeirri stundu sáust þau ekki, stúlkan og huldumaðurinn, en hún giftist öðrum manni sárnauðug því hún þráði svo mjög hinn fyrri ástmann sinn og sá aldrei upp frá því glaðan dag Og lýkur hér þessari sögu Vetursetumennirnir Tengdamóðirin þakkaði fyrir söguna og setti hana vel á sig Fór svo fram um hríð að ekki bar til tíðinda og konan hélt teknum hætti um ógleði sína en var þó góð við mann sinn Eitt sumar þegar mjög var liðið á slátt komu tveir menn, annar stærri en annar, í teiginn til bónda Báðir höfðu þeir síða hetti á höfði svo óglöggt sást í andlit þeim Hinn meiri hattmaður tók til orða og bað bónda veturvistar Bóndi kvaðst ekki taka nokkurn mann á laun við konu sína og kvaðst hann mundi hitta hana að máli áður en hann héti þeim vistinni Hinn meiri maður bað hann ekki mæla svo óvirðulega að slíkur höfðingi ætti það konuríki að hann væri ekki einráður í slíkum smámunum sem að gefa tveimur mönnum mat einn vetrartíma Svo það verður að ráði með þeim að bóndi hét mönnum þessum veturvist að konu sinni fornspurðri synjaði henni einskis hlutar: neitaði henni ekki um neitt í hvívetna: að öllu leyti var eigi einsömul: hún var barnshafandi, ólétt að konu sinni fornspurðri: án þess að spyrja hana
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=