Gegnum holt og hæðir - rafbók

74 Álfar og huldufólk barnshafandi og að hún mundi ekki í selið fara það sumar Hún neitaði þverlega að hún væri eigi einsömul og kvað sér ekki til meina og selstörf skyldi hún annast eins það sumar og áður Þegar klerkur sá að hann kom engu áleiðis við hana lét hann hana ráða en bað menn þá er voru í selinu að ganga eigi nokkru sinni frá henni einni og hétu þeir honum góðu um það Síðan var flutt í selið og var ráðskonan hin kátasta Leið svo fram um hríð að ekki bar til tíðinda Selmenn höfðu sterkar gætur á ráðskonunni og létu hana aldrei eina Eitt kvöld bar svo við að smalamanni var vant alls fjárins og kúnna Fór þá hvert mannsbarn úr selinu nema selráðskonan var ein eftir Sóttist leitarmönnum seint leitin og fundu eigi féð fyrr en undir morgun með því niðþoka var á Þegar leitarmenn komu heim var matseljan á fótum og venju fremur fljót á fæti og létt á sér Það sást og þegar frá leið að þykkt hennar hafði minnkað en ekki vissu menn með hverju móti og þótti mönnum að þykktin hefði verið annars kyns þykkt en barnsþykkt Var svo allt flutt úr selinu um haustið heim, menn, fénaður og söfnuður Sá prestur það að matseljan var mjóslegnari um mittið en hún hafði verið veturinn áður Gekk hann þá á hina selmennina og spurði þá hvort þeir hefðu brugðið af boði sínu og gengið allir frá selmatseljunni En þeir sögðu honum svo sem var að þeir hefðu alls einu sinni frá henni farið að leita því alla málnytuna hefði vantað Klerkur reiddist og bað þá aldrei þrífast sem breytt hefðu boði sínu og kvað sig hafa grunað þetta þegar selmatseljan fór í selið um vorið Gifting Veturinn eftir kom maður að biðja fósturdóttur prestsins og tók hún því allfjarri En prestur sagði hún skyldi ekki undan komast að eiga hann því hann hafði almenningslof á sér og var góðra manna Hann hafði tekið við búi eftir föður sinn um vorið og var móðir hans fyrir framan hjá honum Varð svo þessum ráðahag framgengt hvort konunni var það ljúft eða leitt Um vorið var brullaup þeirra hjá presti En áður konan klæddist brúðarfötum sínum sagði hún við mannsefnið: með því: af því að, þar sem matselja: eldabuska, kona sem eldar mat brugðið af boði sínu: óhlýðnast sér málnyta: kýr og ær sem gefa mjólk, sú mjólk sem fæst í eitt mál á bæ bað þá aldrei þrífast: að þeir döfnuðu ekki vel, hefðust illa við varð þessum ráðahag framgengt: var ákveðið að þau yrðu gefin saman

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=