73 22. Selmatseljan Sögugluggi Prestur var eitt sinn fyrir norðan sem hafði upp alið stúlkubarn Frá prestssetrinu var selstaða langt á fjöllum uppi og hafði prestur þar jafnan fé og kýr á sumrum, ráðskonu og smala Þegar fósturdóttir hans varð eldri varð hún selráðskona og fór henni það sem annað vel úr hendi því hún var ráðdeildarkvenmaður, fríð sýnum og vel að sér um marga hluti Urðu því margir efnismenn til að biðja hennar, því hún þótti hinn besti kvenkostur norður þar En hún hafnaði öllum Einu sinni kom prestur að máli við uppeldisdóttur sína og hvatti hana mikillega að giftast og taldi það til að ekki yrði hann ætíð til að sjá henni farborða þar sem hann væri maður gamall Hún tók því allfjarri og kvaðst engan hug leggja á slíkt og sér þætti vel sem væri og ekki sæktu allir gæfu með gjaforðinu Skildu þau að svo mæltu um hríð Þegar leið á veturinn þótti mönnum selráðskonan þykkna undir belti og fór þykktinni því meir fram sem lengur leið á Um vorið kom fóstri hennar aftur að máli við hana og bað hana segja sér frá högum sínum og sagði hún mundi víst vera Prestur hvatti hana til að giftast. selstaða: að vera með fé í seli ráðdeild: hagsýni ekki sæktu allir gæfu með gjaforðinu: hjónaband yrði ekki öllum til gæfu
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=