72 Álfar og huldufólk hafi lagt það á sig að hún skyldi alltaf mega vera í mannheimum þaðan í frá nema því aðeins að mennskur maður kæmist með henni til álfheima á jólanótt, þeirri fyrstu, annarri eða þriðju eftir það á hana var lagt Það eina leyfði kerlingin að hún skyldi mega finna mann sinn í þrjár jólanætur En Úlfhildur kvaðst aftur hafa lagt það á kerlingu að hún skyldi deyja ef hún kæmist úr álögunum Úlfhildur mælti við vinnumanninn: – Það mæli ég um að þú verðir hinn mesti gæfumaður héðan í frá og á morgun skaltu ganga ofan að vatninu Muntu þá finna sjóði tvo; skaltu eiga þann minni en húsbændur þínir þann stærri Síðan bjóst Úlfhildur til ferðar og kvaddi alla með vinsamlegum orðum Hún flýtti sér og hélt ofan að vatninu og hvarf svo enginn hefur séð hana síðan en allt heimilisfólkið saknaði hennar Daginn eftir gekk vinnumaður ofan að vatninu og fann þar tvo sjóði og voru báðir stórir Í minni sjóðnum voru gullpeningar en silfurpeningar í hinum stærri Er sagt að vinnumaður yrði frá þessum tíma gæfumaður alla ævi og endar svo saga þessi Þjóðsögur Jóns Árnasonar Að lestri loknum 1 Finndu Mývatn á landakortinu Í hvaða sýslu er það? 2 Um hvaða leyti hófst túnasláttur yfirleitt í gamla daga? Einn mánuður bar nafn er tengdist slætti Hvað hét hann og hvenær í árinu var hann? 3 Úlfhildur skyldi gera sér skó til jólanna og einnig vinnumönnum þeim tveimur sem hún þjónaði Kynntu þér þjónustu vinnukvenna við vinnumenn áður fyrr Leitaðu á bókasafni eða Netinu Skráðu helstu niðurstöður 4 Hvar fór Úlfhildur til messu um jólin? 5 Vinnumaður gat sannað sögu sína með því að sýna einn hlut Hvað var það og hvernig fékk hann hlutinn í hendur? 6 Segðu með eigin orðum söguna sem Úlfhildur sagði fólkinu 7 Finndu sex lýsingarorð sem eiga við um Úlfhildi 8 Hvaða einkenni þjóðsagna eða ævintýra hefur þessi saga? Í gröf við vatnið var mikill fjársjóður.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=