Gegnum holt og hæðir - rafbók

70 Álfar og huldufólk Þegar líður að jólum fram þann næsta vetur fær húsfreyja henni skæði til að gera úr skó til jólanna handa sér og vinnumönnum þeim tveimur sem hún þjónaði Hún gerir skæðin handa vinnumönnunum en sín skæði lætur hún vera ógerð Á jóladaginn fara allir til kirkju nema Úlfhildur er ein heima Önnur jólanótt Er nú ekkert til frásagnar þangað til að líður fram að næstu jólum Húsfreyja fær Úlfhildi skæði eins og fyrra árið til jólanna en hún gerir skæði vinnumannanna en ekki sín skæði Á jóladaginn fara allir til kirkju nema Úlfhildur er ein heima En á jólanóttina þóttist annar vinnumaðurinn hafa orðið þess var að Úlfhildur hefði eitthvað á burt farið og hugsaði sér ef hann yrði henni samtíða næstu jólanótt að gæta betur að hvað henni liði Líða nú jólin og veturinn og kemur Úlfhildur sér einkar vel og þóttust menn ekki vita hennar jafningja fyrir margra hluta sakir Er ekkert til frásagnar þar til líður að þriðju jólunum Húsfreyja fær Úlfhildi skæði í jólaskó að vanda og gerir hún skóna handa vinnumönnunum eins og fyrr en ekki sína Húsfreyja mælti við Úlfhildi að nú yrði hún að fara til kirkju á jóladaginn því hún kvaðst hafa mætt álasi af presti fyrir það að hún færi aldrei til kirkju Úlfhildur talaði fátt um og eyddi því Þegar allir eru háttaðir á jólanóttina en vinnumaður sá vakandi sem áður er um getið fer Úlfhildur á fætur hægt svo enginn heyrir og laumast út úr bænum en vinnumaður fer á eftir Hún gengur að vatninu og þegar hún kemur þar tekur hún upp glófa og gnýr þá og verður þegar brú yfir vatnið Gengur hún brúna og vinnumaður á eftir. Þegar hún er komin yfir vatnið gnýr hún glófana aftur svo brúin Var þá allt í einu komin brú yfir vatnið. skæði: tilskorið skinn í skó hafa mætt álasi: hafa fengið ávítur, ámæli gnýr hún glófana: nuddar hanskana

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=