Gegnum holt og hæðir - rafbók

66 Álfar og huldufólk 19. Ertu þyrstur, viltu drekka? Sögugluggi Unglingspiltur var einu sinni að smala fé langt frá bæjum upp á fjalli Veður var heitt og hann bæði göngumóður og þyrstur en hann kom hvergi auga á vatn til að svala sér á Hann gengur nú hjá stórum hamri og heyrist honum þar eitthvað inni; hann ímyndar sér að einhvers staðar kunni vatn að renna ofan af klettinum og fer að skyggnast um Þá heyrir hann glöggt strokkhljóð og í sama vetfangi þykir honum hamarinn vera opinn og sér hann þar unglegan kvenmann snöggklæddan sem stendur upp við háan rúmgafl og skekur strokk Við þessa sýn verður honum nokkuð bilt en horfir þó um stund á stúlkuna og virðir hana fyrir sér Hún horfir líka á hann og hættir á meðan verki sínu og segir loksins: – Ertu þyrstur, viltu drekka? Við þetta ávarp varð hann dauðhræddur og hljóp í burtu Þegar hann kom heim sagði hann greindum manni á heimilinu þessa sýn Þá sagði hinn: – Ekki skyldi mér hafa farið eins og þér; ég hefði þegið það sem mér var boðið En næstu nótt dreymdi piltinn sömu stúlkuna og segir hún við hann: – Því vildir þú ekki þiggja af mér svaladrykk? Ég bauð þér hann í einlægni Pilturinn þóttist svara: – Ég gat það ekki fyrir hræðslu Þá segir hún: – Hefðir þú þegið af mér að drekka skyldir þú hafa orðið mesti auðnumaður en nú legg ég það á þig að þú getir aldrei orðið annað en fjársmalamaður Að svo mæltu hvarf hún En pilturinn fór á næsta vori úr þessu byggðarlagi af ótta við stúlkuna; hann sá hana ekki oftar hvorki í vöku né svefni En ámæli hennar urðu að áhrínsorðum Þjóðsögur Jóns Árnasonar snöggklæddur: yfirhafnarlaus skekur strokk: strokkar, gerir smjör auðnumaður: hamingjumaður áhrínsorð: spádómsorð sem rætast

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=