Gegnum holt og hæðir - rafbók

65 hún þar hinn fyrrnefnda álfamann að hann bar varning út frá huldukaupmanni er þar var. Þá varð henni það á að hún heilsaði honum og sagði: – Sæll vertu, kunningi, ég þakka þér fyrir síðast. En hann gekk þá að henni, brá fingri í munn sér og dró um auga hennar. En við það brá henni svo að hún sá eigi þaðan í frá huldufólk eða athafnir þess. Þjóðsögur Jóns Árnasonar Maðurinn tók í hönd hennar og sagði hún skyldi koma með sér eða hafa verra af. Að lestri loknum 1. Finndu Odda á Rangárvöllum á landakortinu. Kynntu þér sögu staðarins. Skráðu nokkrar helstu niðurstöður. 2. „Þá muntu fá að reyna umbreytingu á gæfu þinni. “ Hvernig má skilja orð mannsins? 3. Hvaða laun átti stúlkan að fá fyrir hjálpsemina? 4. Af hverju ætli huldumaðurinn hafi hagað sér svona í lok sögunnar? 5. Gerðu góða grein fyrir umhverfi sögunnar. 6. Dragðu saman aðalatriði hennar og skráðu hjá þér. reyna umbreytingu á gæfu þinni: gæfa þín mun breytast, þú munt verða ógæfukona angurbitin: sorgbitin það var og að þá hún sá: einnig var það svo að þegar hún sá

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=