Gegnum holt og hæðir - rafbók

55 Helgisögur Helgisögur þjóðsagnanna eru yfirleitt ekkert mjög heilagar Þær fjalla oft um baráttu góðs og ills og tengjast gjarnan guði, Jesú eða englum en einnig púkum og illum vættum og er kölski sjaldan langt undan Kannski tengjast þær oftar kölska og púkum hans en himnafeðgunum Sumum þykir skrýtið að kalla sögur af kölska helgisögur Hafa ber í huga að kölski, satan, djöfullinn, freistarinn, Lúsífer eða hvað sem hann er nú kallaður, var einmitt upphaflega engill sjálfur Hann er nefnilega fallinn engill sem var ýtt út í ystu myrkur Hér á eftir fara þrjár helgisögur og kölski er nálægur í tveimur þeirra Fyrst segir af Kolbeini jöklaskáldi sem kvaðst á við kölska á Þúfubjargi Gerðist kveðskapur þeirra svo tyrfinn að kölski átti fullt í fangi með að botna fyrriparta Kolbeins Seint fyllist sálin prestanna er saga af ungum manni sem þiggur hjálp ókunnugs manns við að ná ástum konu einnar Þegar kemur að skuldadögunum verður ungi maðurinn hræddur og leitar hjálpar prestsins Loks er sagan um syndapokana Þar segir kerling ein presti sínum frá því þegar hana dreymdi að hún væri komin til himnaríkis og fékk að skoða þar syndapoka mannanna sem voru mjög misstórir, þar á meðal var syndapoki prestsins

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=