54 Kímni- og ýkjusögur mennina og allt saman En þá var hún loksins orðin södd svo hún lagðist þar niður á milli þúfna og sofnaði En þegar hún er sofnuð þá kemur svolítill þúfutittlingur og hann kroppar gat á magann á henni og þá kemur nú hvusssss: Sjórinn kemur þarna rennandi og mennirnir allir róandi og talandi og sögðu: – allabaddarí, fransí, því þeir töluðu allir golfrönsku Svo komu þarna maðurinn hóandi og kindurnar jarmandi, kálfarnir baulandi, trippin hneggjandi, mýsnar tístandi, hrafnarnir krunkandi, En karlinn og kerlingin biðu og biðu og aldrei kom Gípa með eldinn og síðast króknuðu þau í kotinu. Heimildarkona: Sigrún Dagbjartsdóttir Að lestri loknum 1 Í hvaða erindagjörðum var Gípa á ferð? 2 Hvað gleypti Gípa margar skepnur og hluti? 3 Hvað varð henni að falli? 4 Skrifaðu persónulýsingu á Gípu og reyndu að gera grein fyrir sem flestu því sem einkennir hana sem manneskju 5 Hvaða einkenni þjóðsagna hefur sagan um Gípu? Skoðaðu það sem sagt er um þjóðsögur fremst í bókinni
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=