Gegnum holt og hæðir - rafbók

53 Þá koma þrettán kálfar á móti henni og segja: – Ert þú ekki voðalega svöng, Gípa mín? – Hvað haldið þið að ég sé ekki svöng, ég fékk ekkert nema áfasopa og lambabita, gleypti tvo hrafna, tvær mýs, tólf trippi Og ég get svo vel gleypt ykkur líka Svo gleypti hún alla kálfana Svo hélt hún áfram og gekk lengi, lengi Þá mætti hún manni sem var með hundrað fjár og hann var með hund og broddstaf Hann segir við hana: – Ert þú ekki voðalega svöng, Gípa mín? – Hvað haldið þið að ég sé ekki svöng, ég fékk ekkert nema áfasopa og lambabita, gleypti tvo hrafna, tvær mýs, tólf trippi, þrettán kálfa Ég get svo vel gleypt ykkur líka Svo gleypti hún manninn, hundinn, broddstafinn og hundrað kindurnar En ekki var hún enn orðin södd, hélt hún áfram og gekk lengi, lengi Þá var hún komin niður að sjó Þá voru þar átta menn, róandi á báti úti á sjónum og þeir kalla í land til hennar og segja: – Ert þú ekki voðalega svöng, Gípa mín? – Hvað haldið þið að ég sé ekki svöng, ég fékk ekkert nema áfasopa og lambabita, gleypti tvo hrafna, tvær mýs, tólf trippi, þrettán kálfa, mann, hund, broddstaf og hundrað kindur En ég get svo vel gleypt ykkur líka Svo lagðist hún í flæðarmálið og drakk og drakk af sjónum þangað til báturinn strandaði og þá gleypti hún bátinn, Gípa át allt sem fyrir henni varð.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=