Gegnum holt og hæðir - rafbók

52 Kímni- og ýkjusögur 14. Sagan af Gípu Sögugluggi Einu sinni voru karl og kerling í koti sínu, þau áttu eina dóttur sem hét Gípa Það voru nú engar eldspýtur til í þá daga og þurfti alltaf að fela eldinn undir hlóðarsteinunum En einu sinni dó eldurinn hjá kerlingu svo að hún segir við Gípu sína: – Æ, Gípa mín, skrepptu nú til næsta bæjar fyrir mig og sæktu mér eld – Hvernig heldurðu að ég geti farið, ég sem er svo voðalega svöng En kerling var að strokka og hún gaf Gípu áfasopa og lambabita, það var smjörbiti af strokknum Svo Gípa fer nú af stað og gengur lengi, lengi Þá koma tveir hrafnar á móti henni krunkandi og segja: – Ertu ekki voðalega svöng, Gípa mín? – Ja, hvað haldið þið að ég sé ekki svöng, ég fékk ekkert nema áfasopa og lambabita; ég get svo vel gleypt ykkur Og svo gleypti hún báða hrafnana Svo hélt hún áfram og gekk lengi, lengi Þá koma tvær litlar mýs trítlandi á móti henni og segja: – Ertu ekki voðalega svöng, Gípa mín? – Ja, hvað haldið þið að ég sé ekki svöng, ég fékk ekkert nema áfasopa og lambabita og gleypti tvo hrafna Ég get svo vel gleypt ykkur líka Og svo gleypti hún báðar mýsnar Svo hélt hún áfram og gekk lengi, lengi þangað til að koma tólf trippi á móti henni Þá hneggja þau og segja: – Ertu ekki voðalega svöng, Gípa mín? – Hvað haldið þið að ég sé ekki svöng, ég fékk ekkert nema áfasopa og lambabita, gleypti tvo hrafna og tvær mýs Ég get svo vel gleypt ykkur Og svo gleypti hún öll trippin Svo hélt hún áfram og gekk lengi, lengi strokka: skaka strokk, þannig að smjör myndist úr rjómanum. áfasopi, áfir: lögur sem verður eftir þegar rjómi er strokkaður, var áður nýttur til drykkjar og í mjólkurmat. trippi: ungt hross (einkum á aldrinum eins til þriggja vetra).

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=