45 Þó þeir Eiríkur og Helgi væru ekki orðnir nema tveir eftir sögðu þeir ávallt eins og áður þegar annar talaði til hins: – Gísli-Eiríkur-Helgi Það hef ég seinast frétt af þeim bræðrum Eiríki og Helga að þeir sáu tungl í fyllingu koma upp úr hafi og gátu síst skilið í, hvað það væri Fóru þeir þá til næsta bæjar og spurðu bóndann þar hvað þessi hræðilega skepna væri Maðurinn sagði þeim að það væri herskip Við það urðu þeir svo hræddir að þeir hlupu inn í fjós og byrgðu bæði dyr og glugga svo engin skíma næði inn til þeirra, og þar er sagt þeir hafi svelt sig í hel af ótta fyrir herskipinu Þjóðsögur Jóns Árnasonar Að lestri loknum 1 Finndu Svarfaðardal á kortinu Hvaða kaupstaður er þar nærri? 2 Hvaða merkingu hefur máltækið að kalla kútinn og hvaðan er það komið? 3 Hvað gerðu þeir bræður til að koma í veg fyrir að Brúnka fyki í storminum? 4 Hver skyldi þessi Kári hafa verið sem reið samhliða merinni? 5 Hvað var að fara í viðarmó? Kynntu þér og skráðu niðurstöður 6 Hver urðu örlög Bakkabræðra samkvæmt frásögn þessari? Skráðu sérstaklega örlög Gísla og einnig hinna tveggja, Eiríks og Helga 7 Veldu eina af þeim sögum sem hér hafa verið sagðar og endursegðu með eigin orðum 8 Skrifaðu í skýrslufomi lýsingu á þeim bræðrum, Gísla, Eiríki og Helga
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=