Gegnum holt og hæðir - rafbók

44 Kímni- og ýkjusögur – Já, Gísli-Eiríkur-Helgi, þá man ég það að við báðum ekki konuna að gefa okkur í guðsfriði Hina rankaði og við að hann segði satt; sneru þeir því aftur til ekkjunnar, gerðu boð fyrir hana og sögðu: – Gefðu okkur í guðsfriði Héldu þeir svo heimleiðis en þegar þeir voru komnir víst á miðja leið mundu þeir enn eftir því að þeir höfðu ekki þakkað ekkjunni fyrir sig og svo að enginn skyldi hlæja að þeim fyrir það að þeir kynnu ekki mannasiði sneru þeir enn aftur, hittu ekkjuna, þökkuðu henni með mestu virktum fyrir sig og fóru svo heim Gísli-Eiríkur-Helgi Eitt sinn fóru Bakkabræður í viðarmó; var það hátt uppi í brattri fjallshlíð Nú rifu þeir viðinn og bundu byrðar til að velta ofan brekkuna Þá hugsaðist þeim að hvorki gætu þeir séð hvað byrðunum liði á leiðinni né heldur vitað hvað af þeim yrði þegar ofan kæmi Kom þeim þá það ráð í hug að binda einn þeirra bræðra innan í eina byrðina og skyldi hann hafa auga á byrðunum Tóku þeir svo Gísla, bundu hann í eina byrðina og létu höfuðið standa út úr Síðan veltu þeir byrðunum á stað og ultu þær ofan á jafnsléttu En þegar þeir Eiríkur og Helgi komu ofan fóru þeir að hyggja að bróður sínum og vantaði þá á hann höfuðið svo hann gat ekkert sagt þeim hvernig byrðunum hafði liðið né hvar þær höfðu lent Lét einn binda sig inn í eina byrðina og skyldi hann hafa auga með hvað um þær yrði. í viðarmó: að safna viði til kolagerðar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=