Gegnum holt og hæðir - rafbók

42 Kímni- og ýkjusögur 10. Bakkabræður Sögugluggi Á bæ þeim sem á Bakka heitir í Svarfaðardal bjó bóndi einn fyrir löngu Hann átti þrjá sonu: Gísla, Eirík og Helga; voru þeir orðlagðir fyrir heimsku og heimskupör þeirra mjög í frásögur færð þó fæst þeirra verði hér talin Einu sinni þegar þeir bræður voru vel á legg komnir reru þeir á sjó með föður sínum til fiskidráttar Varð þá karli svo snögglega illt að hann lagðist fyrir Þeir höfðu haft með sér blöndukút á sjóinn og kallaði karl til sona sinna þegar stund var liðin og bað þá um kútinn Þá segir einn þeirra: – Gísli-Eiríkur-Helgi (því svo voru þeir allajafna vanir að segja þegar einhver þeirra talaði til annars af því þeir vissu aðeins að þessi voru nöfn þeirra allra), faðir vor kallar kútinn Þá segir annar: – Gísli-Eiríkur-Helgi, faðir vor kallar kútinn, allt eins sagði hinn þriðji, og á þessu voru þeir að stagast þangað til karlinn var dauður því enginn þeirra skildi hvað karlinn vildi kútnum Síðan er það haft fyrir máltæki að sá „kalli kútinn“ sem er að deyja Eftir þetta héldu þeir bræður til lands, bjuggu um lík karls og bundu það upp á brúna meri sem hann átti, ráku hana síðan af stað og létu hana ráða hvert hún færi; því þeir sögðu hún gamla Brúnka mundi rata Seinna fundu þeir Brúnku berbakaða og bandlausa í högum sínum og vissu þá að hún hefði ratað en ekki skyggndust þeir neitt eftir því hvað hún hefði gert af karlinum Þeir bræður bjuggu eftir föður sinn á Bakka og voru kenndir við bæinn og kallaðir ýmist Bakkabræður eða Bakkaflón Þeir erfðu Brúnku eftir karlinn og létu sér mjög annt um hana Einu sinni kom hvassviðri mikið og urðu þeir þá hræddir um að Brúnka mundi fjúka, báru því á hana og hlóðu upp með henni svo miklu grjóti sem á henni tolldi; eftir það fauk hún hvorki né stóð upp framar á legg komnir: komnir af barnsaldri blöndukútur: kútur undir drykkjarvökva

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=