41 Kímni- og ýkjusögur Í þessum flokki eru hreinar skemmtisögur Í þeim er gert botnlaust grín að heimsku manna Þó má finna nokkurn boðskap í sumum ýkjusögum eins og oft er um þjóðsögur og ævintýri Reyndar eru Bakkabræður svo heimskir að þeim er varla við bjargandi Í sögunum af þeim rekur hvert axarskaftið annað og stundum er eins og þeir viti hvorki í þennan heim né annan Fyrst er sagan þar sem faðir Bakkabræðra kallar kútinn Einnig er sagt frá því þegar ókunnugur maður eltir þá bræður í tunglsljósi, ekkjan gefur þeim í guðsfriði, þeir fara í viðarmó og loks er sagt frá endalokum Bakkabræðra Skyldu bátar mínir róa í dag er saga af fátækum karli sem fer milli landshluta þangað sem enginn þekkir hann Þar villir hann óvart á sér heimildir, er tekinn fyrir ríkan mann og það hefur óvæntar afleiðingar Í sögunni Hver rífur svo langan fisk úr roði má sjá að níska borgar sig ekki alltaf og getur jafnvel verið hættuleg Þegiðu, hún móðir mín gaf mér hann er fyndin lítil saga af manni sem fer að biðja sér konu og hefur með sér aukabita að narta í Loks er svo sagan um Gípu sem er hrein ýkjusaga, full af fáránleika og endurtekningum Hún er sömu ættar og sagan um Fóu feykirófu
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=