Gegnum holt og hæðir - rafbók

33 Er þar nú fljótt að segja að þeir þríhlóðu þarna um daginn af allra vænsta fiski Reru síðan í land löngu á undan öllum og voru langt komnir að gera að þegar hinir komu Urðu nú allir hissa á þessum mikla afla Spurðu þeir karlinn hvar hann hefði fiskað svona og sagði hann þeim eins og var Daginn eftir reru Eyjamenn snemma og leituðu við klettinn en urðu þar ekki lífs varir Fóru þeir þá sína leið Þá reru þeir Jón og fór allt á sömu leið fyrir þeim og daginn áður Þarf ekki að orðlengja það að þeir Jón reru alltaf að klettinum um veturinn Voru þeir langhæstir allra í Eyjunum Daginn fyrir lokadaginn reru þeir Jón seinast En þá bar svo við að einu sinni þegar þeir drógu upp færin voru báðir önglarnir horfnir og sáu þeir ekki betur en að þeir hefðu verið leystir af Fengust þeir ekki um það og héldu að landi Nú er að segja frá því að Jón fer með skreið sína í land og fær flutning á sama skipi og hann fór á út um haustið Voru þá skipverjar að hæðast að því á leiðinni hvað hestarnir hans mundu verða vel aldir Þeir yrðu ekki í vandræðum með að halda á skreiðinni hans norður Þegar að landi kom sáu þeir hesta Jóns Stóðu þeir í sandinum, bundnir á streng, öldungis eins og þegar Jón skildi við þá Var nú flestum forvitni á að skoða klárana En þeim brá heldur en ekki í brún því hestarnir voru sílspikaðir eins og þeir hefðu verið aldir á heyi allan veturinn Auk hesta Jóns var þar einn hestur með reiðingi, brúnn á lit, allra mesti stólpagripur Lagsmenn Jóns urðu nú hálfhræddir við hann Þeir töldu víst að hann væri allra mesti galdramaður þar sem hann hafði fiskað svo vel og hestarnir hans voru svona vel aldir en enginn vissi til að neinn hefði hirt þá Jón bindur nú skreið á hestana og lagði eins mikið á þann brúna einan og báða sína Að því búnu fer hann leið sína einsamall norður Segir ekki af ferðum hans fyrr en hann kemur í hellinn til skessunnar Fagnaði hún honum Aldrei skyldu þeir róa lengra en að kletti rétt fyrir utan vörina.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=