32 Tröll þá verða seinustu Eyjaskipin ferðbúin Þú skalt fá þér far með þeim út í Eyjarnar og binda hesta þína á streng í fjörunni og biðja engan fyrir þá né skipta þér af þeim framar Ég skal reyna að sjá eitthvað fyrir þeim í vetur En ef svo ólíklega fer að þú fiskar bærilega í vetur þá þætti mér vænt um að ég mætti láta hest frá mér fylgja hestunum þínum undir fisk því mér þykir svo gott að smakka harðæti Jón leyfði henni þetta og lofaði að fara í öllu að ráðum kerlingar Jón fer á sjóinn Um morguninn í bítið leggur Jón á stað úr hellinum og skilja þau kerling með blíðu Segir ekki af ferðum Jóns fyrr en hann kemur í Landeyjasand Liggja þar þá seinustu Eyjaskipin ferðbúin til útferðar Sprettir þá Jón af hestum sínum í snatri og bindur þá á streng í sandinum án þess að biðja nokkurn mann fyrir þá Gerðu hinir mesta grín að Jóni fyrir þetta og sögðu að þeir yrðu líklega í bærilegu standi í vertíðarlokin, klárarnir þeir arna Jón skipti sér ekkert af gamni þeirra heldur lét eins og hann heyrði það ekki Fór hann svo með þeim út í Eyjarnar Þegar þangað kom fór hann að fala sér skiprúm en fékk hvergi því alls staðar var fullásett Loksins kemur hann til karlsins sem kerlingin hafði vísað honum á Hann biður hann að taka sig Karl tekur því seinlega og segist ekki vilja gjöra svo efnilegum manni slíkan skaða – Ég fæ aldrei bein úr sjó orðið, segir karlinn, og hef ekki nema ónýta stráka á ónýtu bátkrói Ég get ekki róið nema í besta og blíðasta veðri og er það ekki líflegt fyrir efnilegan mann að binda sig við ónytjungsskapinn í mér Jón segir að það verði að vera sinn skaði og sargar við karlinn þangað til hann tekur hann Flytur Jón sig nú til hans og þótti mönnum ekki hafa vel tekist að ráða sig og gjörðu mjög gys að honum Nú kom vertíðin Einn morguninn vakna þeir Jón við að allir eru rónir í Eyjunum og er þá blíðasta og besta veður og blæjalogn um allt Þá segir karlinn: – Ekki veit ég hvort ég á að fara að reyna að fara á flot eins og aðrir Ég held það komi ekki mikið út úr því Jón segir að óhætt sé að reyna það Síðan skinnklæðast þeir og fara frá landi En þegar þeir eru aðeins komnir út úr vörinni þykist Jón þekkja klettinn sem skessan hafði talað um Hann spyr þá karlinn hvort það sé ekki ráð að leita hér Karlinn varð hissa og sagði að það næði engri átt Jón biður hann að leyfa sér að renna hér einu sinni til gamans Karl lætur það þá svo vera En óðar en Jón hafði rennt færinu dró hann fisk Fékk hann þá karlinum hinn öngulinn, tröllkonunaut harðæti: hörð fæða (harðfiskur, brauðskorpur o.s.frv.) fullásett: fullráðið, búið að ráða þá menn sem þurfti sarga: nudda, nöldra gys: grín
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=