Gegnum holt og hæðir - rafbók

19 4. Svarta pilsið Sögugluggi Í fyrndinni voru roskin og ráðsett efnahjón sem áttu eina dóttur barna Var hún fríð og fönguleg stúlka og urðu margir til að biðja hennar en hún hafnaði þeim öllum Loks kom sóknarpresturinn, ungur efnismaður, og leitaði ráðahags við hana Voru foreldrar stúlkunnar ráðsins mjög fýsandi en hún sjálf alveg ófáanleg til að gefa jáyrði sitt Þá spurðu gömlu hjónin hana hvernig á því gæti staðið að hún hafnaði svo glæsilegu gjaforði en hún svaraði að það væri sú skelfilega þjáning að ala börn að hún mætti eigi til þess hugsa hvað sem í boði væri – Ráð er við því, dóttir góð, mælti gamla konan Opnaði hún síðan fatakistu sína, dró upp svart pils og fékk það dóttur sinni Ef þú ferð í pils þetta innst klæða, hélt hún áfram, og ferð aldrei úr því aftur, hvorki á degi né nóttu, þá mun jóðsótt aldrei þjá þig Gamla konan dró upp svart pils og fékk dóttur sinni. roskin: komin til ára sinna, farin að eldast ráðsett: gætin, stillt, hæg voru ráðsins mjög fýsandi: voru því meðmælt, leist vel á það jóðsótt: léttasótt, fæðingarhríðir

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=