16 Galdrar Gottskálk þrumdi þetta af sér Tók þá Loftur að særa fyrst að marki og sneri máli sínu að Gottskálki einum Sneri hann þá iðrunarsálmum Davíðs upp á djöfulinn og gerði játningu fyrir allt sem hann hefði vel gert Stóðu þá þrír hinir kórónuðu biskupar lengst frá með upplyftum höndum og sneru andlitum móti Lofti en hinir horfðu undan og á þá Heyrðust þá dunur miklar og kom upp maður með staf í vinstri hendi og rauðri bók undir hinni hægri, ekki hafði hann krossmark á brjósti Leit hann óhýru auga til biskupanna en horfði glottandi til Lofts er særði þá sem fastast Gottskálk færðist hóti nær og sagði háðslega: – Vel er sungið, sonur, og betur en ég hugði en eigi nærð þú Rauðskinnu minni Loftur umhverfðist þá og hamaðist og var sem aldrei hefði hann sært fyrr Sneri hann þá blessunarorðunum og faðirvori upp á djöfulinn svo kirkjan hrikti öll og lék á reiðiskjálfi Virtist skólapiltinum sem Gottskálk þokaðist nær Lofti og rétti með semingi að honum eitt horn bókarinnar Hafði hann áður verið smeykur en skalf nú af ótta og sortnaði fyrir augum Virtist honum sem biskup brygði upp bókinni og Loftur rétti fram höndina Hugði hann þá að hann gæfi sér merki og tók í klukkustrenginn Hvarf allt þá ofan í gólfið með þys miklum Loftur stóð stundarkorn höggdofa í stólnum og lagði höfuð í höndur sér, stumraði síðan hægt ofan og fann lagsmann sinn, stundi hann þá við og mælti: – Nú fór verr en skyldi og get ég þó ekki gefið þér sök á því Ég mátti vel bíða dögunar, mundi biskup þá hafa sleppt bókinni og lagt hana sjálfur upp til mín því að ekki hefði hann unnið það til að ná ekki aftur gröf sinni og ekki heldur leyfst það vegna hinna biskupanna En hann varð drýgri en ég í viðskiptum okkar því að þegar ég sá bókina og heyrði frýjunarorð hans, gjörðist ég svo óður að ég hugðist að hafa hana strax með særingum Rankaði ég fyrst við mér þegar svo langt var komið að hefði ég farið einu særingarstefi lengra þá mundi kirkjan hafa sokkið og það var það sem hann ætlaðist til Ég sá í sama bili í andlit hinna krýndu biskupa og varð felmt við en vissi að þú mundir falla í ómegin við klukkustrenginn og hún þá gefa hljóð af sér En bókin var svo nærri mér að mér virtist ég geta náð henni enda kom ég við horn hennar og munaði ekki öðru en því að ég hefði náð góðu haldi á henni eins og þurfti til að fella hana ekki niður umhverfðist: reiddist mjög, ærðist, trylltist hrikti: titraði, hristist lék á reiðiskjálfi: titraði og skalf með semingi: hikandi, með tregðu, seinlæti sortna fyrir augum: verða dimmt fyrir augum, sjá svart höggdofa: agndofa, undrandi, forviða höndur: hendur stumraði: haltraði, staulaðist drýgri, drjúgur: sem endist betur, stendur sig betur frýjunarorð: ögrunarorð falla í ómegin: falla í yfirlið, missa meðvitund
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=