Gegnum holt og hæðir - rafbók

158 Ýmislegt að fara inn í baðstofu með nesti sitt til þess að matast en Sigurður flutti hesta þeirra í haga og kom svo inn til þeirra Um þessar mundir bjó gamall bóndi í Kalmanstungu og hafði hann misst konu sína en dóttir hans, er Ingibjörg hét, stóð fyrir búinu með honum Hún var rösk stúlka og hið besta konuefni Þá er svo bar undir að vermenn komu að Kalmanstungu hafði bóndi nákvæmar gætur á dóttur sinni, að hún yrði sem minnst á vegi þeirra, því að hann óttaðist að þeir mundu glepja hana á einhvern hátt og var þeim vel kunnugt um þetta Félagar Sigurðar voru mjög alúðlegir við hann þetta kvöld og gáfu honum meiri og betri mat en þeir voru vanir Þá er Ingibjörg gekk um baðstofuna bentu þeir honum á hana og spurðu hvort honum litist ekki vel á hana Sigurður kvað svo vera Þeir sögðu að hún mundi vilja komast í kunningsskap við karlmenn en það væri ekki auðgert því að faðir hennar geymdi hennar svo vandlega að hvorki væri hægt að ná fundi hennar nótt né dag – Það væri þó gaman að finna hana, mæltu þeir Viltu nú ekki reyna til þess að komast inn í húsið til hennar í nótt og vita hvernig hún tekur þér? – Ég treysti mér ekki til þess, svaraði Sigurður – Ja, jú-jú, mæltu þeir Við sjáum ráð til þess Þú ert okkar langliðugastur og léttfærastur Þú þarft ekki annað en að klifrast upp á þilið framan undir húsinu, því að það nær aðeins upp á skammbita, og renna þér svo með hægð inn af Þá kemurðu ofan á rúmstokk Ingibjargar Við skulum meira að segja gefa þér sinn skildinginn hver ef þú áræðir þetta og verður það ekki lítið fé Svo geturðu keypt þér mötu fyrir peningana, þá er þú kemur suður, og þá getur þú átt afla þinn Þá er Sigurður heyrði þessa kosti fóru að renna á hann tvær grímur og fór svo að lokum að hann hét að fara að orðum félaga sinna Sigurður rann af bitanum og féll ofan í sýrukerið. geymdi hennar: gætti hennar skammbiti: stuttur biti í sperrukverk, op í kverkinni fyrir ofan hann

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=