Gegnum holt og hæðir - rafbók

14 Galdrar honum í miðri ánni; greip hann hempupoka sinn og óð til lands Sakaði hann ekki og flutti messu um daginn Þá var þessi vísa kveðin: Furðar mig á fréttum þeim, fótgangandi var hann; þegar hann kom til Hóla heim, hempuna sína bar hann. Ekki létti Loftur fyrr en hann hafði lært allt sem var á Gráskinnu og vissi það út í hörgul Leitaði hann þá fyrir sér til ýmsra galdramanna en enginn vissi þá meir en hann Hann gerðist nú svo forn og illur í skapi að allir skólapiltar urðu hræddir við hann Þorðu þeir ekki annað en að láta allt vera sem hann vildi þó þeim stæði stuggur af Einhvern tíma snemma vetrar kom Loftur að máli við skólapilt einn sem hann vissi að var hugaður og bað hann að hjálpa sér til að vekja upp biskupa þá hina fornu Hinn taldist undan en Loftur kvaðst þá mundu drepa hann Skólapilturinn spurði hvert gagn hann mætti vinna honum þar sem hann kynni engan galdur Loftur sagði að hann þyrfti ekki annað en standa í stöplinum og halda í klukkustrenginn, hreyfast hvergi, en horfa stöðugt á sig og taka í klukkuna jafnsnart og hann gæfi honum merki með hendinni – Vil ég nú, mælti Loftur, segja þér gjörla af áformi mínu Þeir sem eru búnir að læra galdur viðlíka og ég geta ekki haft hann nema til ills og verða þeir allir að fyrirfarast hvenær sem þeir deyja En kunni maður nógu mikið þá hefur djöfullinn ekki lengur vald yfir manninum heldur verður hann að þjóna honum án þess að fá nokkuð í staðinn eins og hann þjónaði Sæmundi fróða Hver sem veit svo mikið er sjálfráður að því að nota kunnáttu sína svo vel sem hann vill Þessari kunnáttu er nú á dögum ekki auðið að ná síðan Svartiskóli lagðist af og Gottskálk biskup grimmi lét grafa Rauðskinnu með sér Vil ég því vekja hann upp og særa hann til að láta af hendi Rauðskinnu við mig en þá munu allir hinir gömlu biskupar rísa á fætur því að þeir munu ekki þola eins miklar særingar yfir sér og Gottskálk og mun ég láta þá segja mér þá forneskju sem þeir vissu í lifandi lífi og kostar það mig ekki mikla fyrirhöfn því að það má sjá það á svipnum hvort maðurinn hefur kunnað galdra eða ekki En hina seinni biskupa get ég ekki vakið upp því að þeir eru allir grafnir með ritninguna á brjóstinu Dugðu nú vel og gerðu eins og ég legg fyrir þig og hringdu hvorki of fljótt né of seint því að við því liggur stundleg og eilíf velferð mín Skal ég þá launa þér svo vel að enginn annar skal þér fremri Særingar Þeir bundu nú þetta fastmælum og fóru á fætur skömmu eftir háttatíma og upp í kirkju Tunglskin var úti svo bjart var í kirkjunni Nam skólapilturinn staðar í stöplinum en Loftur fór upp í predikunarstól og tók að særa Kom bráðum maður upp úr gólfinu með alvarlegum og þó mildum svip og

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=