157 39. Ingibjörg í Kalmanstungu Sögugluggi Á umliðnum öldum, meðan menn fóru almennt úr Norðurlandi suður til sjóróðra, fóru venjulega margir vinnumenn til vers frá biskupssetrinu Hólum og þóttu þeir stundum vera fremur miklir á lofti Á bæ einum í Hjaltadal í grennd við Hóla var piltur nokkur er Sigurður hét Hann var á tvítugs aldri er þessi saga hefst Sigurður var kunnugur að Hólum og kom þar oft Eitt haust kom Sigurður heim að Hólum sem oftar nokkru áður en húskarlar lögðu af stað suður í verið Hann kom á tal við þá að gott ættu þeir að fá að fara suður því að hann langaði mjög til að fara suður til róðra Þeir sögðust ekki banna honum að fara suður líka og hann mætti verða þeim samferða ef hann vildi Sigurður kvaðst að vísu fá að fara suður en hann væri svo fátækur að hann gæti ekki keypt handa sér mötu Svo kölluðu suðurferðamenn nesti sitt Að svo mæltu féll talið niður í þetta sinni Í annað skipti kom Sigurður að Hólum og vakti tals á sama efni við húskarlana Þeir sögðust þá mundu lofa honum að fara með sér og hafa hann allir á mötu sinni því að vant væri að gera Hólapilta svo ríflega út að þetta væri hægt fyrir þá en hann yrði aftur að vera hestasveinn þeirra á leiðinni og gera ýmsar smákvaðir fyrir þá Sigurður svaraði að það væri sjálfsagt enda var hann ötull til þess er hann kunni – Þegar þú kemur svo suður, sögðu þeir, þá getur þú fengið mötu fyrir afla þinn tilvonandi og eru þetta góðir kostir Sigurður kvað það satt vera Þótt Hólamenn létu svona fagurt var aðaltilgangur þeirra að hafa Sigurð fyrir ginningafífl á leiðinni Kalmanstunga Hólamenn lögðu nú af stað og Sigurður Þeir fóru fjöll og segir ekki af ferðum þeirra fyrr en þeir komu að Kalmanstungu Þar voru þeir kunnugir og fengu mata: matur, vistir sem sjómaður hefur með sér í verið ginningarfífl: sá sem lætur gabbast af öðrum
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=