Gegnum holt og hæðir - rafbók

152 Ýmislegt 38. Sagan af kerlingunni fjórdrepnu Sögugluggi Einu sinni voru hjón sem áttu þrjá syni Hét einn þeirra Loftur, annar Björn en um nafn hins þriðja er ekki getið Þegar þessi saga gerðist var faðir þeirra bræðra dáinn en Loftur hafði kvænst og tekið við öllum búsforráðum því bræður hans voru lausamenn en viðloða hjá honum og græddu fé Móðir þeirra var og komin í hornið til Lofts Ekki var húsfreyju Lofts grunlaust um að tengdamóðir sín mundi ófrægja sig og spilla fyrir sér við mann sinn enda sat Loftur löngum á eintali við móður sína, framan á rúminu hjá henni Einn dag þegar þeir bræður voru rónir til fiskjar, því þeir voru sjómenn og aflamenn miklir, hugðist konan að reyna trúskap tengdamóður sinnar og segir henni að maður sé kominn sem hafi flesk að selja en sig langi til að kaupa dálítið af því Kerling segir að hún skuli gera það Hún viti hvort sem sé að hann Loftur beri hana ekki ofurráða um neitt Konan segist vita það með vísu en maðurinn heimti það fyrir fleskið sem hún megi ekki veita honum þar sem hún sé gift kona – Ó, vertu ekki að því arna, heillin mín, segir kerling, annað eins brallaði ég í gamla daga og varð ekki óglatt af Konan lést þá fara að hennar dæmum og kaupir fleskið en fyrir allt annað en það sem hún hafði á orði við kerlingu Kerling rólar sér Nú líður og bíður þangað til bræður koma að og heim um kvöldið og fór Loftur á tal við móður sína og situr framan á hjá henni Húsfreyja fann það að kerlingu var annt um að fá tóm til að tala við Loft, fór hún því ofan en kom jafnan fyrr aftur en kerling kæmi því upp er niðri fyrir var Kerlingu féll þetta illa og lét son sinn skilja á sér dylgjur með því að raula þetta fyrir munni sér: viðloða: sem dvelst e-s staðar að mestu ófrægja: baktala bera e-n ofurráða: taka ráðin af e-m dylgjur: aðdróttanir, væningar, meinyrði, gefa e-ð illt í skyn

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=