151 Gengur þessi eltingaleikur þangað til krummi er búinn að teygja hana með þessu móti á eftir sér langt suður fyrir tún og stúlkan var farin að hugsa um að ganga ekki lengur eftir honum En í sama bili heyrir hún drunur í fjallinu undan skriðunni og vatnsflóðinu sem henni fylgdi og sér að hún er komin yfir bæinn Lofar hún þá guð fyrir lausn sína sem hefði sent sér hrafninn til frelsis Þjóðsögur Jóns Árnasonar hygla: hlynna sérstaklega að e-m, annast vel sverfa að: þrengja að, verða erfitt til viðurlífis: til viðurværis, til að halda sér á lífi vera elskur að: þykja vænt um árbiti: morgunverður Að lestri loknum 1 Finndu Húnavatnssýslu og Vatnsdal á landakortinu 2 Hvernig bjargaðist stúlkan undan skriðunni? 3 Lýstu eins nákvæmlega og þú getur umhverfi sögunnar 4 Endursegðu í stuttu máli meginefni sögunnar 5 Hver telur þú að sé boðskapur þessarar sögu?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=