Gegnum holt og hæðir - rafbók

145 Ýmislegt Í þessum flokki eru sögur af ýmsu tagi Í þeim eru ekki tröll, álfar eða draugar Þetta eru aðallega sögur af fólki Fyrsta sagan fjallar um lögmann dulbúinn sem flæking sem fer í heimsókn á bæ hjá hjónum sem eru þekkt fyrir litla gestrisni Með dvöl sinni á bænum afhjúpar hann hjónin og reynir það á eigin skinni hvers konar ótuktir þau eru Þá er saga um unga stúlku sem leggur það í vana sinn að gefa hröfnum leifar og skófir á hverjum morgni Þessi góðsemi stúlkunnar verður henni til góðs Þannig er það alltaf í þjóðsögunum: Fólki er launuð góðsemi en illmennska hefnist Sagan um kerlinguna fjórdrepnu er kostuleg Þar segir af konu sem baktalar tengdadóttur sína svo illa að stúlkan ákveður loks að láta til skarar skríða gegn henni Kerlingin hendist úr rólu og dauðrotast, er rekin í gegn með sveðju, sleddu og loks sverði! Loks er svo saga um dreng einn af Norðurlandi sem ætlar með húskörlum suður yfir heiðar til sjósóknar Hann kemst reyndar aldrei lengra en í Kalmanstungu Þar reyna samferðamennirnir að gera honum ljótan grikk og hann hættir við að fara með þeim Þetta verður drengnum til góðs, hann ílengist í Kalmanstungu og finnur þar ástina að lokum

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=