143 var ungur maður að aldri og fagur sýnum Hann hét Björn Það var siður um sumarið að vinnukonur prests báru kaupamönnum litla skattinn til skipta Einu sinni þegar Halla fór með matinn segir hinn gamli maður: – Gott væri að skera, gaman væri að rista Þá segir Björn: – Þegi þú eða ég drep þig Halla varð hrædd þegar hún heyrði þetta og fór heim Sagði hún þá presti frá orðum kaupamanna og kvaðst ekki þora að vera á meðan þeir væru þar Prestur sagði að hægt væri að ráða bót á því, – og skal ég hafa á þér kvennaskipti, segir hann Kom hann þá Höllu til næsta bæjar í kvennaskiptum Þar stóð svo á að Halla átti að mjólka ærnar með annarri stúlku en klettur hár var í túninu milli kvíanna og bæjarins svo ekki sáust þær að heiman Kaupamaðurinn Björn Einu sinni bar svo við að vinnukonan hin fór heim af kvíunum með fyrirmjöltina en Halla var að hreyta eftir Gjörði þá regnskúr svo vinnukonan kom ekki aftur En er Halla fór heim fór hún undir klettinn og ætlaði að standa þar af sér skúrina Kemur þá að henni kaupamaðurinn Björn og heilsar henni Hún tekur kveðju hans og verður nú hrædd mjög Björn segir að hann var sá er hljóp yfir jarðfallið, – og sá ég þig en vildi ekki segja til þín, segir hann Karlinn sem með mér er vildi drepa þig því hann missti son sinn í bardaganum sem varð milli dalbúa út af fegurð þinni Skal ég nú verja þig fyrir honum en þó með þeim kosti að þú launir mér nú þagmælskuna þá er ég sá þig í jarðfallinu og heitir mér tryggðum Halla þorði ekki annað en gera vilja Bjarnar Síðan skildu þau en oft fundust þau eftir þetta um Skyggnist maðurinn undir bakkann þar sem Halla lá. litli skattur: morgunverður um kl. 9 (á undan venjulegum morgunmat) kvíar: rétt þar sem kindur voru mjólkaðar fyrirmjölt: það sem mjólkað var í fyrri umferð, síðan var mjólkað aftur, eftirmjölt hreyta: mjólka síðustu dropana
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=