142 Útilegumenn gekk til hvílu og lést hún sofa þegar fólkið kom Héldu menn að hún væri lúin orðin og því hefði hún gengið svo snemma til hvílu Stúlkurnar háttuðu hjá henni og sofnuðu fast En þegar allir voru sofnaðir rís Halla upp og klæðir sig Finnur hún þá kerlingu og hefur hún þar nesti og skó og fær Höllu Segir þá kerling: – Nú skaltu ganga hér austur dalinn og upp hjá felli því sem þú sérð við dalbotninn Þú skalt fara að sunnanverðu við fellið og þar muntu finna fyrir þér götuslóða Þá skaltu ganga og mun þá verða fyrir þér jarðfall mikið og þar kemur þú á breiðan veg ruddan Þann veg skaltu fara þangað til þú kemur í byggð Að jarðfallinu muntu verða komin um sólarupprás og skaltu þar fela þig á morgun því þú skalt vita það að leitað mun þín verða og ef þú finnst ekki munu dalbúar berjast um veð sitt því þá hafa þeir þig ekki sjálfa og vita svo eigi hver unnið hefur Farðu heil, dóttir góð og varlega og flýðu hið skjótasta, segir kerling Flótti Höllu Halla þakkar kerlingu og skildu þær með tárum Fer þá Halla af stað eftir leiðsögu hennar en kerling fer inn aftur í bæinn Er það nú af Höllu að segja að allt fer eins og kerling hafði sagt henni Kemur hún á slóðana hjá fellinu og svo að jarðfallinu Er þá sól á loft komin og fer Halla niður í jarðfallið og leggst undir skúta einn við bakkann Að lítilli stundu liðinni heyrir hún dyn mikinn og mannamál Sér hún þá fjölda manna ríða niður með jarðfallinu Þeir fóru geyst og voru að tala um Höllu Sögðu sumir að hún hefði líklega hlaupið suður í hraunið og drepið sig Líður svo dagurinn Um kveldið koma þeir aftur Stígur þá einn þeirra af baki við jarðfallið þar sem Halla lá Það var unglegur maður og ekki ólaglegur Hann segir: – Hér mun Halla vera, og hleypur yfir jarðfallið og skyggnist undir bakkann Verður þá Halla hræddari en frá megi segja en liggur þó kyrr En maðurinn hleypur aftur yfir jarðfallið og segir: – Ekki er Halla hér Ríða þeir síðan burt en Halla rís upp og hefur sig til ferðar Gengur hún þá brautina eins og kerling hafði sagt henni og fer nú það er hún má uns hún kemur til byggða Kemur hún þá að prestssetri einu Hún finnur prest og biður hann að taka við sér Segir hún honum alla sína raunasögu Prestur tók við henni fúslega og var Halla þar um veturinn Sumarið eftir réðst hún til ársvistar hjá presti Prestur hélt og aðra vinnukonu og voru þær mjög saman hún og Halla Um sumarið komu menn tveir til prests og báðu hann að taka sig fyrir kaupamenn Prestur gerði það Annar þessara manna var hniginn mjög á efra aldur og var hann illilegur mjög Hinn þar á móti fer nú það er hún má: fer eins hratt og hún getur hniginn mjög á efra aldur: kominn á efri ár, orðinn gamall
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=