Gegnum holt og hæðir - rafbók

141 Segir þá maðurinn sem hafði tekið hana við þá: – Takið nú við meyjunni og geymið hana ei verr en ég hef aflað hennar Þeir tóku þá við Höllu og fengu hana stúlkum tveimur unglegum Þær voru glaðar og kátar og vildu allt gera Höllu til skemmtunar en hún undi sér illa og neytti hvorki svefns né matar Stúlkur þessar höfðu sterkar gætur á Höllu og létu hana sofa á milli sín Halla sá konu eina gamla á bænum og skipti hún sér af engu er fram fór Um sumarið gekk Halla að heyvinnu með hinum stúlkunum og leið svo fram á sláttinn Einn góðan veðurdag lá hey mikið flatt hjá dalbúum og voru allir önnum kafnir að hirða og binda heyið Þá kemur gamla konan að máli við Höllu og segir: – Þú unir þér illa stúlka mín og er það von Skal ég nú kenna þér ráð til að komast á burtu Þú skalt vita að þú ert nú komin í Ódáðahraun og eru hér sjö dalir í hrauninu Er þessi dalurinn mestur og fjölbyggðastur og liggur nær því í miðju hinna dalanna Þessir þrír karlmenn sem þú hefur séð hér og eru meiri öllum hinum ætla nú innan fárra daga að halda brúðkaup sitt og eiga þig og stúlkurnar sem hafa geymt þín í sumar Veðjuðu dalbúar um það að engin stúlka væri jafnfögur og þú í Ódáðahrauni og rændu þér svo Er þér nú vorkunn þó þú unir þér illa hjá útilegumönnum og hef ég sjálf reynt það að verða að skilja við alla mína því ég er líka rænd úr sveit Nú uni ég mér allvel og mun ég líka skammt eiga eftir ævi minnar En ég ætla nú að kenna þér ráð til að komast í burtu Skaltu í kvöld ganga til hvílu á undan öllum öðrum og látast þegar sofna En þegar allir eru háttaðir skaltu reyna að fara á fætur og þá mun ég hafa til nesti og skó handa þér og segja þér til vegar Slíta þær nú talið og þótti Höllu vænt um þetta Kepptist hún nú við um daginn og var hin kátasta Um kvöldið fór Halla heim á undan öllum og Farðu heil og flýðu hið skjótasta, segir kerling. hafa geymt þín: passað þig, gætt þín

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=