12 Galdrar sig saman hvor meira kynni En Kálfur sagði svo síðan að Sæmundur kynni þeim mun meira en hann sem hann hefði numið fram yfir sig í Svartaskóla Einu sinni varð Kálfur veikur Var hann þungt haldinn og hætt Kölski kemur þá til hans þar sem hann lá og segist ætla að verða við þegar hann deyi Kálfur segist ekki muni deyja í þetta sinn en biður samt kölska að sækja þann prest til að þjónusta sig sem ekki sé ágjarn og segir að hann megi vera nokkuð lengi að leita hann uppi því hann muni liggja lengi Kölski verður hljóður við þetta og heldur að það muni ekki verða neitt áhlaupaverk að finna slíkan mann Kálfur segir ef hann geti ekki komið með þann prest fái hann sig ekki og þá standi kaup þeirra eigi lengur Kölski fer við það af stað og er lengi í burtu, leitar vandlega og finnur engan sem ekki er ágjarn Eftir langa mæðu og leit kemur hann þó með einn prest til Kálfs og segist hafa fundið þennan prest lengst úti í löndum Segir hann þó að hann sé ekki með öllu laus við ágirnd Einn prestur sé sá úti á Þýskalandi sem ekki sé við ágirnd brugðið en hann hafi ekki komist að honum því tindrandi eldur hafi ávallt logað allt í kringum hann Kálfur segist ekki vilja þennan prest sem hann kom með fyrst hann sé ekki alveg laus við ágirnd og sé því kölski af kaupunum og verður hann því að fara burt við svo búið Þjóðsögur Jóns Árnasonar sagði svo síðan: sagði svo frá seinna að nema fram yfir sig (hér): að hafa lært meira þungt haldinn og hætt: mikið veikur og hætt kominn, í hættu ágjarn: gráðugur í peninga áhlaupaverk: fljótunnið (auðvelt) verk ágirnd: fégræðgi sé af kaupunum: missi af kaupunum, ekkert verður af þeim (kölski átti að fá sál Kálfs að lokum fyrir þjónustu við hann) Að lestri loknum 1 Hvers vegna fór Kálfur að heimsækja Sæmund fróða? 2 Hvor þeirra kunni meira, Sæmundur eða Kálfur? 3 Hvað bað Kálfur kölska að gera fyrir sig þegar hann lá veikur? 4 Hvernig gekk kölska að uppfylla bón Kálfs? 5 Nefndu að minnsta kosti tvö einkenni þjóðsagnastíls sem finna má í þessari sögu
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=