Gegnum holt og hæðir - rafbók

136 Útilegumenn 34. Sagan af Ketilríði bóndadóttur Sögugluggi Í fyrndinni bjó bóndi í dal einum á Austurlandi, í Suður-Múlasýslu, er Grímur hét Kona hans hét Þórkatla en dóttir Ketilríður og áttu þau ei annað barna Dalur þessi var albyggður Það bar til eitt haust að menn heimtu sauðfé venju framar illa Voru gerðir út menn til eftirleita um öræfi en kom fyrir ekki Föður Ketilríðar vantaði mest og nálega allar geldar kindur Hann og aðrir kunnu þessu stórilla en fengu ei við gert Snemma vetrar kom Ketilríður að máli við föður sinn á þessa leið: – Ég vildi, faðir, að þú gæfir mér orðlof til að ferðast um óbyggðir og leita fjár þíns Er mér grunur sá að ei muni ég til einkis fara ef þitt leyfi fengist hér til Grímur mælti og brosti: – Fyrri vissi ég það, dóttir, að þú ber karlmannshug í konubrjósti en ekki þykir mér ferð þessi mjög fýsileg Kann vera að tröll, vættir eður stigamenn haldi sig í óbyggðunum, sitji fyrir þér og taki þig Yrði það þinn bani eður að minnsta kosti slyppirðu aldrei úr höndum þeirra Ketilríður mælti: – Meira mun orð á gert um slíkt en að hæfa sé fyrir og hræðist ég það alls ekki Hún neyddi föður sinn þar til hann gaf henni leyfi til fararinnar Segir hann að smalapiltur skuli fylgja henni Hún lét það svo vera Býr sig nú með vistir og skó því hún bjóst við að ganga ekki allstutt Kvaddi hún foreldra sína og hélt af stað með piltinum en lét hann snúa heim aftur er þau voru komin úr augsýn Fór hann nauðugur og sagði Grími að hún vildi ekki fylgd hans Fékk það bónda ógleði því hann varð hræddur um dóttur sína að feigð mundi hana kallað hafa kom fyrir ekki: bar ekki árangur geldar kindur: kindur sem mjólka ekki orðlof: leyfi vættur: yfirnáttúruleg vera úr öðrum heimi en að hæfa sé fyrir: en að svo sé í raun og veru feigð: nálægð dauðans, yfirvofandi dauði

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=