Gegnum holt og hæðir - rafbók

134 Ævintýri eg og þessi systir mín sem Ingibjörg heitir vildum ekki hennar ráðum að hlýða, lagði hún á mig að eg skyldi eiga þrjú börn með systur minni Og ef eg fengi ekki þá konu sem allt þetta vissi og þó yfir því þegði skyldi eg verða að ormi og systir mín skyldi verða að ótömdu trippi og ganga í afrétt með öðrum stóðhrossum Og nú hefur þú mig úr þessum nauðum leystan og vil eg nú gifta þessa mína systur Ingibjörgu Sigurði bróður þínum Þar með vil eg gefa honum allt það ríki sem fyrr átti faðir minn Fóru þau svo öll í land og til bæjar Geirs Var þá stofnað til nýrrar veislu og sent eftir Þrándi, föður Finnu, og drukkið festaröl Sigurðar og Ingibjargar Fór hann þá til Garðaríkis og vann það undir sig Var þá stjúpa Geirs tekin og bundin milli tveggja hrossa, og tók sinn helminginn hvort Réðu þau Sigurður og Ingibjörg fyrir Garðaríki í margar tíðir en Geir varð lögmaður eftir Þránd Þau áttu börn og buru Þjóðsögur Jóns Árnasonar Vísurnar samkvæmt Íslenskum þjóðsögum og ævintýrum Einars Ólafs Sveinssonar Að lestri loknum 1 Yfir hvaða kunnáttu bjó Finna? 2 Faðir Finnu hafði lofað að gifta hana ekki nema líf hans lægi við Hvað réð því að hann samþykkti bónorð Geirs? 3 Hvert fór Geir um hver jól? 4 Segðu í stuttu máli frá örlögum Geirs 5 Á hvern hátt leysti Finna vandamál Geirs? 6 Finndu fimm lýsingarorð sem eiga við um Finnu 7 Endursegðu efni sögunnar í stuttu máli 8 Nefndu að minnsta kosti fimm einkenni þjóðsagna sem koma fram í þessari sögu 9 Veldu eina vísu úr sögunni og endursegðu efni hennar 10 Hvert er hlutverk Sigurðar í sögunni? 11 Hvaða dýrategundir voru í afréttunum og hver átti dýrin? festaröl: brúðkaup Garðaríki: fornt ríki norrænna manna í Rússlandi

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=