133 Úr álögum Hin þriðju jól var og búið til veislu og var Geirs leitað og fannst hann ekki Finna bað fólk hans ekki leita Þá lokið var veislunni og fólkið var til sængur gengið reru þau Sigurður og Finna til eyjar þeirrar sem áður höfðu þau verið Þá bað Sigurður Finnu að hann mætti með á land ganga Hún lét það eftir honum en bað hann ekki orð tala Þau gengu til hússins Þar bað Finna Sigurð bíða sín meðan hún gengi inn; hann gerði svo Finna gekk inn og setti sig á rekkjustokkinn og kvað vísu: „Hér sit eg ein á stokki, af mér er gleðinnar þokki; tapað hefur seggurinn svinni sumarlangt gleðinni minni. Önnur hlaut þann er eg unna; oft fellur sjór yfir hlunna.“ Geir reis þá upp og mælti: – Það skal nú ekki lengur vera En konan sem hjá honum lá í sænginni féll í öngvit Finna tók vín og dreypti á varir henni; raknaði hún þá við og var hin fríðasta mær Sagði þá Geir til Finnu: – Nú hefur þú mig úr stórum nauðum leyst því þetta var nú hið síðasta ár sem eg kynni leystur að verða Faðir minn var kóngur og réð fyrir Garðaríki Þá er móðir mín var dáin giftist faðir minn aftur einni ókenndri konu Er þau höfðu skamma stund saman verið drap hún föður minn með eitri en þá Reru þau Sigurður og Finna þá aftur til eyjarinnar. seggur: maður svinnur: vitur, ágætur hlunni: handfangið á árinni öngvit: yfirlið
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=