Gegnum holt og hæðir - rafbók

132 Ævintýri Út í eyju Þá er lokið var veislunni og fólk var allt til svefns gengið stóð Finna upp og tók Sigurð bróður sinn með sér Þau gengu til sjávar og hrundu fram bát og reru til einnar eyjar þar ekki langt frá Finna bað Sigurð gæta skipsins meðan hún gengi á land Hann gerði sem hún bað Síðan gekk hún á land og þar til hún kom að einu litlu húsi, þó vel byggðu Þar stóð hurð á hálfa gátt, ljós brann í húsinu Þar var rekkja ein vel búin Þar sá hún Geir bónda sinn liggja í rekkjunni og hafði konu í faðmi Finna setti sig á gólfið fyrir neðan rúmskörina og kvað vísu: „Sá eg suður til eyja, sá eg þar ljós á lampa, ljúfan mann á leiki í línskyrtu hvítri; hafði hár fyrir augum, hvern annan vænleik meiri; þeim einum mundi eg manni mín til í huga segja. Heitt skyldi aldrei unna ungum sveini kvinna, fyrr en fundið hefði fasta ást í brjósti; klók er karlmanns tunga, kann þig ginna, svanni; mörg verður tæld á táli, trúðu aldrei gleðimáli.“ Síðan gekk Finna út og til bróður síns og bað hann róa í land og segja engum hvar þau hefði verið Hann hét henni því Reru þau síðan heim og létu sem ekki hefði verið Þá er lokið var jólunum stóð Finna upp snemma morguns og gekk til skála þess sem Geir og hún sváfu inni þá hann heima var Geir var þar og gekk um gólf, barn lá þar í sænginni Geir spurði Finnu hver það barn ætti Hún kvað það engan eiga nema sig og hann Hún tók barnið og fékk til fósturs fóstru Geirs Leið svo það ár út og varð ekki til tíðinda Önnur jól gekk allt með sama slag og hin fyrstu nema þá setti Finna sig á skörina fyrir rúminu og kvað vísu þessa: „Oft sit eg ein undir eiki eins föl og nárinn bleiki, ein verð eg sútum að samna, sorginni fátt vill gamna; hugur minn hvarflar víða, hjartað mitt fyllist kvíða, eg verð um eitt að þegja, engum má eg það segja.“ vænleikur: fegurð, gæði svanni: kona með sama slag: á sama hátt, eins skörina: brúnina, kantinn nár: lík sút: kvíði, sorg, áhyggja að samna: að safna

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=