11 Sæmundur segir að hann skuli fá sér hnífinn og segist hann skuli reyna að brýna hann Kálfur gerir svo og brýnir Sæmundur hann, fær Kálfi hann aftur og segir að nú skuli hann vara sig á honum því nú haldi hann að hann bíti Kálfur kveðst ekki vera svo hræddur við það og þegar hann fer að skera fyrsta bitann, tekur hnífurinn sundur diskinn og borðið og hleypur í lærið á Kálfi Sæmundur kvaðst hafa varað hann við að hnífurinn mundi bíta Kálfur sagði að þetta sár væri ekki til dauða og batt um það Þá var venja að lesa borðsálm fyrir og eftir máltíð Meðan Kálfur er að lesa borðsálminn á eftir, líður Sæmundur út af í setinu, rétt eins og hann væri dauður og skipar Kálfur þegar að dreypa á hann vatni Kona Sæmundar hleypur eftir vatni og dreypir á hann en það dugar ekki Kálfur stendur þá upp og fer að dreypa á hann Raknar Sæmundur þá við og skipar Kálfur honum að drekka vatn og gerir Sæmundur það Kálfur segir þá: – Vissi ég ekki að fleiri mundu þurfa að drekka í kvöld en ég þegar ég bað um mikið vatn eftir að ég var búinn að leita mig móðan að dyrunum? Síðan hættu þeir þessum glettum og fóru að bera á náttarþeli: um nótt drepur högg á dyr: bankar á dyr eigi að heldur: ekki heldur Hleypur þá hnífurinn í lærið á Kálfi.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=