Gegnum holt og hæðir - rafbók

121 hennar Kaus hún að hann drægi sig og segir ekki af ferðum þeirra fyrr en hann kemur heim í hellinn með hana Þá segir risinn við Helgu: – Nú skaltu taka við búsýslu hér innanstokks, hirða um hellinn, sópa hann og hreinsa, matreiða fyrir mig og standa mér fyrir öllum beina og búa um rúm mitt Fór þessu svo fram um hríð að hún annaðist um öll heimastörf í hellinum á daginn en stóð risanum fyrir beina kvölds og morgna, því á daginn var hann ávallt úti á veiðum og bar heim afla sinn á kvöldin, fisk og annað fang, og tók hann þá ósleikjulega til matar síns Áður en hann fór að heiman á morgnana, tók hann allt til handa henni það er hafa þurfti Sá hún að risinn gekk um hirslur sínar og híbýli og lét hana aldrei sjá í neitt af því og bar jafnan á sér lyklana er hann fór burtu úr hellinum Sú eina lifandi skepna sem var í hellinum, svo Helga af vissi, var lítill hundur sem hún átti og var hann henni til afþreyingar Hún tók samt eftir því þegar hún var eitthvað að vinna og skipti sér ekki af honum að hann hvarf frá henni en kom þegar hún kallaði á hann og þó ekki undir eins Af því réð hún að hann færi langt til í hellinum Einhverju sinni fer Helga og kannar hellinn og finnur hún þá fyrir sér hurð læsta og þar liggur rakkinn fyrir framan Gægist hún inn með hurðinni og um skráargatið og virtist henni þá að hún sæi þar tvær stúlkur inni, sína á hvorum stóli Kemur henni þá í hug, að þetta muni vera systur sínar og þykir henni allillt að þær séu svo sárt leiknar þótt þær hefðu ekki látið hana betur en fyrr var frá sagt Um kvöldið er risinn kom heim var Helga málhreif við hann og tasvíg meðan hann situr að snæðingi Meðal annars spyr hún hann hvernig honum geðjist umsýslun sín og hirðing á hellinum og lét hann vel yfir því og þar kemur að hún spyr hann hvernig honum hugnist að sér Risinn lét og vel yfir því enda kvaðst hann hafa sótt hana af því hann hefði vitað hver kvenkostur hún væri Helga mælti: – Ef þér hefði verið nokkuð meira í hug með mig en að ég væri ambátt þín þá mundir þú ekki hafa tortryggt mig um að ganga frjálslega um allan helli þinn, híbýli og hirslur svo að ég mætti njóta yndis af auðlegð þinni með þér En þú hefur lokað öllu fyrir mér og skammtað mér í hendurnar og ekki leyft mér umgöngu um eigur þínar Risinn kvað það satt vera að hann hefði ekki fengið henni lykla sína – En það gerði ég af því að ég vildi reyna þig Nú skal ég ekki draga lengur dul á það að ég ætla bráðum að halda brúðkaup okkar og því skaltu nú taka við lyklum að öllum hirslum mínum og híbýlum og geyma alls þess er ég á Þó er það ein hirsla er þú standa fyrir öllum beina: bera allar veitingar ósleikjulega, ósleitilega: rösklega, af dugnaði látið hana betur: komið betur fram við hana málhreif: ræðin, spjallaði tasvíg: rösk, aðgangshörð hvernig honum hugnist að sér: hvernig honum lítist á sig draga dul á: leyna, halda leyndu

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=