120 Ævintýri jarðhúsinu Litlu síðar kemur maður til karls og kerlingar og biður Ásu Hann var álitlega búinn og vel á sig kominn, að þeim hjónum þótti, og féll einnig Ásu vel í geð Varð það því að ráði að maðurinn fékk hennar og fór með hana þegar úr föðurgarði Þegar þau voru skammt komin frá kotinu skipti maður þessi hömum og varð að ógurlegum risa þríhöfðuðum og gerði Ásu sömu kosti sem hann hafði áður gert Signýju systur hennar og fóru öll þeirra viðskipti á sömu leið sem áður er sagt Í þriðja sinn kom maður í karlskot og bað dóttur þeirra Hann var efnilegur og mannsmót að honum mikið Karl og kerling báðu hann ei fara fram á slíkt við sig: – Því nú eigum vér enga dóttur ógefna framar Við höfum áður gift þær burtu, er við áttum, sögðu þau Maðurinn leitaði því fastar á um ráðahaginn og kvaðst ætla að þau mundu enn eiga eina dóttur ógefna Karl og kerling kváðust að vísu eiga eina dóttur en sér komi ekki til hugar að nokkur maður felldi ástarþokka til hennar því hún væri mesta herfa að ásýndum og argasti veraldar ódámur Maðurinn sótti því meir á um ráðahaginn og bað að hann mætti þó sjá hana Var þá Helga kölluð fram úr eldhúsinu og sýnd komumanni Hann bað þau nú ekki synja sér lengur ráðahags við dóttur þeirra Karl og kerling kváðu honum heimilt að eiga dóttur þeirra fyrir sér ef hann vildi en ekki var leitað um það neinna svara hjá Helgu Fór hann svo burt með Helgu Skipt um ham Þegar maðurinn var kominn skammt á leið með hana brást hann í risalíki sem fyrri og gerði henni sömu kosti og systrum Kaus hún að hann drægi sig. skipta hömum: fara í annað líki herfa: forljót kona, afskræmi ódámur: sóði, ódráttur, lubbamenni synja: neita um
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=