Gegnum holt og hæðir - rafbók

116 Ævintýri 30. Kerling vill hafa nokkuð fyrir snúð sinn Sögugluggi Einu sinn var karl og kerling í koti sínu Þau voru svo snauð að þau áttu ekkert fémætt til í eigu sinni nema snúð einn af gulli á snældu kerlingar Það var siður karls að hann fór dag hvern á veiðar eða til fiskifanga til að afla þeim lífsbjargar Skammt frá koti karls var hóll einn mikill Það var trú manna að þar byggi huldumaður sá er kallaður var Kiðhús og þótti hann nokkur viðsjálsgripur Einu sinni sem oftar bar svo við að karl fór á veiðar en kerling sat heima eins og hún var vön Af því gott veður var um daginn settist hún út með snældu sína og spann á hana um hríð Brá þá svo við að gullsnúðurinn datt af snældunni og valt nokkuð til svo að kerling missti sjónar á honum Hún undi þessu allilla og leitaði dyrum og dyngjum En allt kom fyrir ekki, hún fann hvergi snúðinn Eftir það kom karl heim og sagði hún honum ófall sitt Karl kvað Kiðhús hafa tekið snúðinn og væri það rétt eftir honum Bjóst karl enn að heiman og segir kerlingu að hann ætlaði að fara og krefja Kiðhús um snúðinn eða eitthvað fyrir hann Við það brá heldur af kerlu Karlinn gengur nú sem leið lá að hólnum Kiðhúss og ber þar lengi á óþyrmilega með lurk Loksins svarar Kiðhús: – Hver bukkar mín hús? Karl segir: – Karl er þetta, Kiðhús minn, kerling vill hafa nokkuð fyrir snúð sinn Kiðhús spurði hvað hann vildi hafa fyrir snúðinn Karl bað hann um kú sem mjólkaði fjórðungsfötu í mál og veitti Kiðhús honum þá bæn Fór svo karl heim með kúna til kerlingar snúður, snælda: snælda var teinn úr tré með snúð á enda, notuð til að spinna/ vinna band viðsjálsgripur: varhugaverður, óútreiknanlegur leitaði dyrum og dyngjum: leitaði alls staðar brá heldur af kerlu: hún hresstist bukka: berja í mál: í hvert skipti sem hún var mjólkuð

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=