Gegnum holt og hæðir - rafbók

115 Er hann nú drjúgur yfir sér við þau og biður þau að dubba sig dálítið upp því þau eigi nú að flytja búferlum Það datt ofan yfir karl og kerlingu að heyra þetta og þó gekk enn meira yfir þau þegar Grámann sagði þeim allt sem til stóð Um daginn fór Grámann með karl og kerlingu upp í kóngsgarðinn og var honum þar vel tekið Gekk hann þá að eiga kóngsdóttur og tók við hálfu ríkinu En til skemmtunar í brúðarveislu sinni sagði Grámann frá því að hann væri sonur nágrannakóngsins Hefði hann orðið áskynja um ráðabrugg karlsins í garðshorni og tekið sig saman við prestinn kóngsins að láta orð hans sem karlinn byggði allt á rætast og segist hann nú vona að karlinn sé búinn að fá kúna sína þúsundfalt borgaða Lifði Grámann síðan lengi og vel með drottningu sinni og tók við ríkinu öllu eftir kóngsins daga og stýrði því með snilld og prýði til elli En karl og kerling voru hjá honum til dauðadags í góðu yfirlæti Og lýkur hér sögu Grámanns Þjóðsögur Jóns Árnasonar kom þeim ásamt: þau voru sammála um dubba sig upp: fara í betri fötin datt ofan yfir: urðu steinhissa verða áskynja um: komast að, frétta af Að lestri loknum 1 Hvað var það sem karlinn misskildi í ræðu prestsins? 2 Hvernig brást prestur við þegar karlinn ætlaði að gefa honum kúna? Hvers vegna? 3 Segðu frá því í 30–40 orðum hvernig Grámann fór að því að plata kóngsmennina og ná af þeim uxanum 4 Hverju svaraði Grámann þegar kóngur spurði hvers vegna hann hefði stolið frá sér fimm sauðum? 5 Hvernig fór Grámann að því að stela rekkjuvoðum kóngs og drottningar? 6 Hvernig tókst Grámanni að plata kónginn og drottninguna til að fara ofan í pokann? 7 Hver var Grámann í raun og veru og hvernig stóð á komu hans til karls og kerlingar? 8 Finndu að minnsta kosti átta lýsingarorð sem eiga við um Grámann

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=