114 Ævintýri Engill í kóngsgarði Skilja þeir nú og fer Grámann heim í garðshorn Fagna þau honum alúðlega, karl og kerling, og þykjast nú hafa heimt hann úr helju, hann Grámann sinn Um kvöldið þegar myrkt var orðið tekur Grámann feikilega kollháan hatt og barðamikinn sem karlinn átti, stingur á kollinn á honum gat við gat og raðar þar í nautstólgarkertunum og svo um börðin öll allt í kring Síðan festir hann ótal kerti utan um sig, allan kroppinn hátt og lágt Í þessum búningi, með hattinn á höfðinu og uxabelginn í hendinni, gengur hann nú heim í kóngsgarðinn og inn í kirkju Þar leggur hann belginn af sér í kórnum Síðan kveikir hann á öllum kertunum og fer svo til klukknanna og hringir Vakna þau við klukknahljóðið, kóngur og drottning, og líta út um gluggann til að sjá hvað um væri að vera Þau sjá þá ljómandi mannsmynd standa við kirkjudyrnar og geislaði út af henni á alla vegu Kóngur og drottning urðu hissa við sjón þessa og þóttust vita að hér væri kominn engill af himnum til að boða einhver stórtíðindi á jörðu Kom þeim ásamt að fagna slíkum gesti vel, biðja hann miskunnar og veita honum sæmilega lotningu Klæðast þau nú skjótt í kónglegan skrúða og ganga út til engilsins Ávarpa þau hann knékrjúpandi og biðja sér miskunnar og fyrirgefningar á syndum sínum En hann sagðist ekki veita þeim bæn þeirra annarstaðar en fyrir altarinu í kirkjunni Fylgja þau nú englinum þangað og þegar þar var komið segist hann skuli fyrirgefa þeim allar þeirra syndir en þó með vissu skilyrði Þau spyrja hvert það skilyrði sé Hann segir það sé að þau fari bæði ofan í belginn sem liggi þarna hjá þeim á kórgólfinu Þeim þótti kosturinn góður og skriðu undireins bæði ofan í belginn En óðar en þau voru komin þangað greip engillinn fyrir opið á belgnum og batt rammlega fyrir Kóngur spurði hvernig á þessu stæði Engillinn segir þá og hristir um leið af sér öll ljósin: – Ég er enginn engill, kóngur minn, og um leið dregur hann belginn óþyrmilega fram eftir kirkjugólfinu, heldur er ég kunningi þinn, Grámann í garðshorni Er ég nú búinn að ræna þér og drottningu þinni eins og þú skipaðir mér í gærkvöldi og ætla nú að fyrirgefa þér syndirnar með því að drepa ykkur bæði nema þú veitir mér undireins eina bón sem ég ætla að biðja þig um og vinnir mér eið að því áður en ég hleypi þér upp úr belgnum Hálft kóngsríkið Kóngur sá sér nú ekki annað fært en gera allt sem Grámann vildi og sór þegar að hann skyldi veita honum hverja bæn sem hann beiddi sig um Leysti þá Grámann frá belgnum og hleypti þeim út kóngi og drottningu Segir þá Grámann kónginum að hann ætli að biðja hann að gefa sér dóttur sína og hálft kóngsríkið með og leyfa sér að hafa karlinn og kerlinguna í garðshorni hjá sér Kóngur játti þessu þegar og bundu þeir það fastmælum Síðan fer Grámann niður í garðshorn og hittir karl og kerlingu
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=