113 drottningar og hverfur svo frá rúminu út í horn á herberginu Drottning vaknar við þegar grauturinn draup á hana Henni verður bilt við, vekur kóng og segir: – Hvað er þetta? Þú hefur gjört í rúmið, elskan mín Kóngur vildi ekki kannast við það og kenndi drottningu um og kýttu þau um það dálítið Á endanum réðu þau það af að þau tóku rekkjuvoðirnar úr rúminu og fleygðu þeim með öllu saman fram á gólf Síðan sofnuðu þau aftur Tekur þá Grámann rekkjuvoðirnar, vefur þær saman, stingur undir handkrika sér og gengur með þær heim í kot til karls og kerlingar Fær hann þeim rekkjuvoðirnar, segir þeim að hreinsa úr þeim grautarvelluna og reyna svo að nota þær í bólið sitt Morguninn eftir þegar kóngur og drottning vakna sjá þau að rekkjuvoðirnar eru horfnar Skilur þá kóngur hvernig á öllu muni standa, að Grámann muni hafa stolið þeim Gerir hann nú boð fyrir Grámann og nú telja þau karl og kerling víst að hann muni verða hengdur og kveðja hann vandlega Grámann gengur tafarlaust upp í garðinn og kóngur spyr: – Stalstu rekkjuvoðunum úr rúminu í nótt undan okkur drottningu minni? – Já, herra, sagði Grámann, það gerði ég því ég mátti til að leysa líf mitt Þá segir kóngur: – Ég skal gefa þér upp allar þínar sakir við mig ef þú rænir nú í nótt okkur báðum, mér og drottningu minni, úr rúminu okkar En ef þér mistekst það skaltu vægðarlaust verða hengdur! – Það getur enginn maður, segir Grámann – Sjá þú fyrir því, segir kóngur Lét hann grautinn drjúpa með hægð úr skjólunni niður í rúmið. kýta: deila, rífast
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=